Skírnir - 01.01.1926, Side 166
156
Skíðaferð suður Sprengisand.
|Skírnir
hesta handa okkur. Sjálfur hafði hann ekki nógu marga
á járnum, en bændur töldu víst að við mundum drepa
okkur á suðurferðinni og þóttust stuðla að því, ef þeir
lánuðu okkur hesta. En sjera Gunnar þekkti allan útbún-
að okkar og sagði þeim, að hann mundi hafa slegizt með
í förina, ef hann hefði haft tíma til þess. En af þessu
leiddi samt, að við komumst ekki af stað frá Saurbæ fyr
en kl. 1 e. h. Komum við að Tjörnum kl. 5lU, og var
okkur tekið þar hið bezta.
Þriðjudaginn 17. marz var 3° hiti og útsynnings
rigning, svo að við urðum að sitja um kyrt. En um mið-
vikudagsmorguninn vorum við vaktir kl. 55? og sögð þau
tíðindi, að snjóflóð mikið hefði hlaupið yfir Úlfsá, sem er
bær í nágrenni við Tjarnir. Spruttum við þá á fætur og
klæddumst skjótlega og hjeldum síðan til Úlfsár. Síðustu
þrjár vikur hafði verið sífelldur útsynningur niðri í byggð-
um, en áköf snjókoma til fjalla, og nú hafði á einhvern
hátt losnað um snjódyngjurnar. Við vorum milli vonar og
ótta, þegar við nálguðumst snjóflóðið. Skyldi fólkið vera
lifandi? Flóðið var eins og geysilegt hraun, og var oss
torsótt yfir það. En er við komum að bænum sáum við,
að flóðið hafði farið fram hjá bæjarhúsunum, en grafið hest-
hús og fjárhús undir sjer. Bóndinn og fólk hans var enn
þá í fasta svefni, en vaknaði nú við vondan draum. Við
tókum þegar að grafa niður að hesthúsinu og heppnaðist
okkur eptir nokkra stund að bjarga öllum hestunum. Erfið-
ara var að eiga við fjárhúsin. Fanndyngjurnar yfir þeim
voru miklu dýpri og eptir þriggja klukkustunda stritvinnu
höfðum við aðeins bjargað einni kind. En nú dreif að inúgur
og margmenni úr sveitinni og var verkinu haldið áfram
þangað til allar kindurnar voru grafnar upp. Þær höfðu
verið 34, og voru 13 einar lifandi, en hinar dauðar. —
Fullyrtu menn, að þetta væri hið mesta snjóflóð, sem hlaup-
ið hefði í Eyjafirði í manna minnum. Var gizkað á, að
snjódyngjurnar væru um IV2 mill. kúbíkmetra, og sumstað-
ar voru þær 32 m. djúpar. — Við höfðum tafizt svo við