Skírnir - 01.01.1926, Side 167
Skírnir]
Skíðaferð suður Sprengisand.
157
þetta allt saman, að ekki kom til mála að leggja á fjallið
þann dag, þó að veður væri gott.
Jeg fór nú að hugsa um, að ef til vildi mundi okkur
veita örðugt að fá menn til fylgdar við okkur upp á fjallið,
því að nú mundu allir hræddir við snjóflóð. Þessi grunur
reyndist þó ástæðulaus, því að allir virtust ósmeikir ogótrauð-
ir að leggja okkur lið. Okkur var lofað, að þrír menn og
þrír hestar skyldu vera tilbúnir næsta dag, ef við þá gæt-
um lagt upp. Jeg varð feginn þessu, því að óárennilegt
var fyrir okkur fjelaga, að draga einir hina þungu sleða
allt torleiðið upp á fjallið. Hálendið við Vatnahjalla er
2500 fet yfir byggð.
Fimmtudaginn 19. marz var bjart veður og kyrt,
hitast. -f- 3°, svo að nú ljek allt í lyndi. Kl. 9 vorum
við tilbúnir, ljetunr upp farangur okkar á hestana og lögð-
um af stað. Sjálfir vorum við auðvitað fótgangandi sem
fyr. Vegalengdin til fjallsins var 7 km., og þegar þangað
kom sendum við hestana aptur. En þrír byggðarmenn
hjálpuðu okkur fjelögum að draga sleðana upp brattann.
Var það hið erfiðasta verk. Gátum við ekki ráðið við
nema annan sleðann í einu og urðum þó að verja okkur
svo mjög til, að stundum lágum við næstum flatir upp
eptir fjallshlíðinni. Þegar við höfðum komið fyrri sleðan-
um upp yfir snarasta brattann, sóttum við hinn, og að því
búnu sneri einn byggðarmaana heim. En hinir hjálpuðu
okkur til að draga sleðana áfram, og þurfti nú ekki nema
3 menn um hvorn. Loks komumst við upp á fjallsbrún
kl. 5 e. h., eptir 6 tíma strit. Þar er beinakerlingin Sankti
Pjetur, 3200 f. fyrir ofan sjávarflöt. Brugðum við ekki af
gömlum og góðum landssið og stakk hver okkar sinni vísu
í vörðuna. Hitastig var nú 10° og stinnur næðingur, svo
að við höfðum ekki langa viðdvöl þar efra. Drukkum við
nú skilnaðarskál við þá vini okkar Gunnar frá Tjörnum og
Björn, í heitu kaffi, og þökkuðum þeim sem bezt við kunn-
um góða fylgd.