Skírnir - 01.01.1926, Qupperneq 169
Skirnir]
Skíðaferð suður Sprengisand.
159
kvöldið komum við að Laugafelli. Jökulsá eystri, sem
rennur milli Laugafells og Laugaöldu, sást hvergi. MjalL
breiðan huldi hana. Skriðmælirinn tjáði að dagleiðin hefði
verið 24 km. Kuldinn var 17°. Við tjölduðum í snatri
undir Laugafelli, en þó ekki nær fellinu en svo, að snjó-
flóð gæti ekki grandað »sæluhúsinu«, sem nú var 2900
f. yfir sjávarfleti.
Kl. 9 kom matreiðslumaður inn og sagði, að nú væri
kuldinn 23°. Þá þótti mjer nóg um og með því að »gólf-
kalt« var orðið, sýndist okkur ráð að skifta nóttunni í
vökur á millum okkar, svo að aldrei dæi á prímus-vjelinni.
Við skriðum 3 í húðfötin, en vökumaður bar okkur sjóðandi
heitt toddý og var það hin bezta hressing. Húðfötin reynd-
ust ágætlega, enda voru þau úr sauðargærum, og er lítil
mannraun að liggja úti í óbyggðum í þeim umbúðum. KL
11 sagði vökumaður, að kuldinn væri þá aðeins 8°. Mjer
þótti undrum sæta, hve þau umskipti voru snögg, og trúði
jeg satt að segja ekki vökumanni, hjelt, að annaðhvort
hann. eða hitamælirinn hefði orðið fyrir áhrifum af toddýinu.
Jeg fór því á fætur til þess að gæta betur að mælinum,
en saga vökumanns reyndist sönn. Við fluttum þá sleð-
ann, sem mælirinn var festur á, lengra burt frá tjaldinu,.
og breyttist hitastigið ekki við það. Þótti þá óþarfi, að
nokkur vekti og fór vökumaður í húðfat sitt og svaf ásamt
okkur hinum þangað til kl. 7 morguninn eptir.
Laugardaginn 21. marz var þoka um morguninn
og nokkur snjódrífa úr útsuðri, kuldi 9° (kl. 7). Við höfð-
um veðrið í fangið og skyggni var hið versta, svo að við
máttum ekki greina, hvort fram undan voru flatir eða gjár,.
og sóttist okkur því seint gangan. Einn varð að vera á
undan og hafa taug um sig, og komumst við ekki nema
10 km. á fyrstu 5 klukkutímunum. Um hádegið gekk vind-
urinn heldur til norðurs, og reyndum við þá að koma
seglum við á sleðunum, — skíðasegl reyndum við líka, —
en með því að við höfðum vindinn á hlið, þá kollsigldu
sleðarnir sig, hvor á fætur öðrum, og lá þá allt saman
vembilfláka i snjónum, segl, stög, aktýgi, skíðin, sleðarnir