Skírnir - 01.01.1926, Page 170
160 Skiðaferð suður Sprengisand. |Skírnir
og við sjálfir. Urðum við bráðlega fullþreyttir á þeim
leik. Veðrið fór sívaxandi og kl. 2 var hann kominn í
hánorður. Settum við þá upp sleðaseglin og brunuðum nú
áfram h. u. b. 2 km. En nú brast á stórhríð, svo að allt
varð í einu kófi, og með því að okkur var allt ókunnugt
um landslagið þótti okkur nóg um skriðinn á sleðunum og
þorðum því ekki annað en fella seglin. KI. 4 var veður-
hæðin orðin svo mikil, að sleðarnir þutu áfram seglalausir
undan vindinum, en við skíðamennirnir áttum fullt í fangi
með að hamla, svo að við hefðum einhverja stjórn á ferð-
inni. Loks sáum við, að ófært var að halda áfram á þann
hátt og tókum við þá af okkur skíðin og lögðum þau á
sleðana. Snjórinn rauk og þyrlaðist, svo að við sáum ekki
skíðislengd fram undan okkur. Sáum við þá ekki annað
ráð vænna, en að við bundum okkur saman með taug
og óðum síðan snjóinn þangað til kl. 6. Það er ótrú-
Iega notalegt í slíku illviðri að vita með sjálfum sjer, að
maður þarf ekki að hafa fyrir því að leita uppi bæ eða
veitingastað, heldur flytur maður sjálfur heimilið með sjer
og getur reist það frá grunni á fáeinum minútum. Það
kvöld vorum við handfljótir, er við reistum tjaldið. Skrið-
mælirinn sýndi, að við höfðum farið 23 km., kuldinn var
ð°. Við höfðum hvorki bragðað vott nje þurt um daginn,
og höfðum þvi sæmilega lyst á kvöldmatnum (hafrasúpu
og tvöföldum skammti af nautaketi).
Heldur mátti heyra veðragný um nóttina, og var
stundum rykkt allóþyrmilega í tjaldið, svo að við vöknuð-
um við. Var líkast að heyra sem mörg hundruð fánar
smyllu og skyllu saman yfir höfðum okkar.
Sunnudaginn 22. marz var kuldinn 9° og ákaft
hríðarveður af landnorðri, svo að varla sá handa skil.
Okkur kom því saman um að bíða átekta og halda kyrru
fyrir.
Okkur hafði verið spáð, að við mundum hreppa stór-
hríðar og illviðri, sem kynnu jafnvel að standa yfir i eina
eða tvær vikur. Við vissum ekki nema að þessar spár
myndu rætast og þótti því ráðlegast að byrja þegar að