Skírnir - 01.01.1926, Síða 175
Skirnir]
Skíðaferð suður Sprengisand.
161
draga mat við okkur. Ákváðum við því að framvegis
skyldi hver okkar fá 1 líter af hafrasúpu, V4 harðfisk, 2
smurðar kekskökur og 1 stykki af súkkulaði á dag, en
þar að auki nautaket annan hvorn dag. Taldist okkur svo
til, að við hefðum nægar vistir í 36 daga, ef svo væri
skammtað, svo að öllu var nú óhætt. Þar að auki voru
húðfötin svo frábærlega skjólgóð, að óþarft var að kynda
prímusvjelarnar til upphitunar.
Vetlingar okkar og risthlífar voru nú orðnar svo las-
burða, að við sátum fram undir hádegi við að stoppa og
staga. Tryggvi saumaði sjer jafnvel nýjar risthlífar. Jeg
er ekki viss um, að allar húsmæður fari fimlegar með saum-
nálina og stagnálina en við!
Um hádegið kveiktum við á prímusvjelinni til þess
að sjóða hafrasúpu, en allt í einu brast á það æði-veður,
að okkur kom ekki annað tíl hugar en að tjaldið mundi
slitna upp og allt sem í því var lauslegt fara forgörðum.
Við slökktum í snatri á vjelinni og fórum að láta allt
niður, en þá slotaði veðrinu, svo að kl. 2 gátum við aptur
kveikt á vjelinni og mötuðumst síðan. Að vísu vorum
við nú ekki hræddir um tjaldið, en þó var ekkert viðlit
að leggja af stað út í iðulausa stórhríð. Við tókum því
til spilanna, fórum í »bridge« og skemmtum okkur prýðilega.
Kl. 7 um kvöldið skall aptur á afspyrnurok, sem við
vorum alveg vissir um að mundi svipta upp tjaldinu. Við létum
því allt niður aptur, og varð ekki meira úr borðhaldi þann
daginn. Við tíndum á okkur hverja spjör, sem við höfðum með-
ferðis, því að nú leit út fyrir, að við myndum ekkert hafa yíir
höfuðið um nóttina. Þarna sátum við nú uppi á millum
jökla, 2800 f. yfir sjávarfleti, í 10° kulda og 100 km. frá
næstu byggðum. Sumum mundi nú ef til vill ekki hafa
litizt á bilkuna, en þó var engin ástæða til að láta sjer
slíkt í augum vaxa. Við höfðum bæði sleðasegl, segldúk
°g tvö mikil skíðasegl. Okkur hefði aldrei orðið skotaskuld
úr því að grafa okkur niður í einhvern skaflinn, repta
yfir með skíðunum, leggja svo seglin ofan á og moka síðan
snjó yfir. Við vorum því í engri hættu staddir, en mikil
ll