Skírnir - 01.01.1926, Side 176
162
Skiðaferð suður Sprehgisand.
[Skirnir
tímatöf hefði okkur orðið að þessu, því að slíkan snjókofa
hefðum við aldrei getað gert á skemmri stundu en 1-^2,
klukkutímum, en tjaldið gátum við altaf reist á 5 minútum.
Þess vegna vorum við einráðnir í því að láta það ekki
af hendi við illviðrið fyr en í fulla hnefana.
Við höfðum nú korhið öllum farangri okkar fyrir í 4
kössum og sett hvern þeirra í sitt horn tjaldsins. Við fór-
um nú í húðfötin utan yfir hin fötin, settumst hver á sinn
kassa og studdum tjaldið með öxlunum. í þeim stellingum
sátum við alla nóttina. Veðrið æddi og ólmaðist og þreif
svo óþrymilega í tjálddúkinn, að við fleygðumst fram og
aptur, eins og við værum í slæmum vagni á ósljettum
vegi. Og allt af kváðu við sömu hrinurnar og sömu orgin! Loks
varð Axel leiður á gólinu og tók að syngja »Tóta litla
tindilfætt,« svo sem til tilbreytingar. KI. 1 um nóttina urð-
um við varir við h. u. b. 5 cm. rifu í tjaiddúknum, og nú
var öllum boðið að gæta sín sem bezt og bjarga öllu, sem
bjargað yrði, því að nú leit út fyrir, að tjaldið væri úr
sögunni. Við höfðum skíðaseglin tilbúin til þess að breiða.
þau yfir okkur þangað til veðrið batnaði svo, að við gæt-
um gert okkur snjókofa. Þetta er hið einkennilegasta og
illúðlegasta óveður, sem jeg man eptir. Fellibylurinn stóð
venjulega af norðri, en svo gat á einni svipstundu orðið
dúnalogn, sem hjelzt 1—2 mínútur. Þá skall hann á aptur
eins og fallbyssuskot úr annari átt. Á þessum ósköpum
gekk alla nóttina. Við kölluðum þennan tjaldstað Skratta-
bæli.
Jeg fann til mín af því, að hingað til hafði enginn get-
að bent á, að nokkurs væri á vant um útbúnaðinn. En nú
kastaði Sörensen fram þeirri athugasemd, að eitt hefði þó
gleymzt, en það væri saumavjel til þess að sauma nýtt
tjald á, ef þetta fyki. Jeg varð að játa, að þar hefði mjer
yfirsjest. En hins vegar höfðum við allir reynzt svo saum-
kænir um morguninn, að jeg taldi enga hættu á því, að
við gætum ekki komið saman tjaldi, ef á þyrfti að halda.
Mánudaginn’23. marz slotaði storminum nokkuð
um morguninn kl. 6. Matreiðslumaður tók þá þegar til