Skírnir - 01.01.1926, Side 177
SkírnirJ Skiðaferð suður Sprengisand. 163
starfa, svo að hafrasúpan yrði soðin áður en næsti bylur-
inn skylli yfir. Við hinir fórum að athuga, hva^ miklu tjóni
óveðrið hefði valdið. Við höfðum daginn áður fjötrað sleð-
ana saman og bundið skíðin ofan á þá. Ennfremur höfðum
við hlaðið tvöfaldan snjóvegg, h. u. b. 1 meter á hæð,
kringum tjaldið. Jú, allt var með kyrrum kjörum, nema
snjógirðingin hafði þyrlast burtu út í veður og vind. Rifan,
sem við þóttumst hafa sjeð í tjaldinu, var ekki annað en
sótrák. Við athuguðum nú tjaldið vendilega, bæði utan og
innan, en hvorki hafði þráður brostið í tjalddúknum nje heldur
losnað um lykkju eða hring. Tjaldið var alíslenzkt.1)
Kl. 8V2 vorum við ferðbúnir. Vindurinn var á útsunnan,
kuldinn 9° og kafaldsbylur, svo að við sáum lítt fram und-
an. En kl. 9Ú2 sljettlygndi og gerði glaða sólskin og var
þá skíðafæri hið bezta. Þá fórum við yfir lægð eina, sem
líktist fljótsfarvegi, og hygg jeg, að Þjórsá hafi verið þar
undir, svo að ekki varð okkur torsótt yfir hana. Okkur
kom nú saman um að ganga upp á Hofsjökul til þess að
njóta útsýnis af honum sunnanverðum í þessu yndislega
veðri. Ljek okkur einkum hugur á að horfa yfir sljetturn-
ar suður af Arnarfelli hinu mikia. Hafði okkur verið
spáð, að árnar, sem renna þar undan Hofsjökli, væru auð-
ar, og að þar væri svo veðrasamt, að aldrei festi snjó.
Við bjuggumst því hálfvegis við að verða að snúa aptur
og fara yfir Þjórsá á sama stað sem um morguninn, og
halda síðan niður með henni að austanverðu til Sóleyjar-
höfða. Þar gætum við svo annað hvort vaðið ána eða
gert okkur segldúksbát úr tjaldinu og sleðunum og ferjað
okkur sjálfir. En allir þeir spádómar og spekinnar orð,
sem við höfðum verið nestaðir með áður en víð lögðum
af stað, reyndust helber hjegómi og staðlausir stafir, enda
hafði jeg látið allt slíkt sem vind um eyrun þjóta. Nú sáum
við ofan af jöklinum, að engar torfærur voru á Ieiðinni.
1) í bæklingi, sem gefinn var út í Reykjavík 1925 til leiðbein-
ingar útlendum ferðamönnum, stendur þessi klausa: » . . . and as
suitable tents are very hard to get in lceland, every one intending
to camp out is strongly advised to bring a tent with him.«
11*