Skírnir - 01.01.1926, Síða 178
164
Skíðaferð suður Sprengisand.
[Skírnir
Jeg vildi gefa mikið til, að jeg gæti lýst utsýninu ofan
af jöklinum og allri þeirri dýrð, sem fyrir augun bar, en
til þess á jeg engin orð. Það var blæjalogn og sólskin.
Jöklar, fjallatindar og hin endalausa flatneskja tindruðu
eins og milljónum demanta hefði verið dreift út svo vítt
sem augað eygði. Náttúran var í drifhvítu hátíðarskrúði,
sem ekkert mannlegt auga hafði áður sjeð. Við horfðum
hugfangnir yfir þessa mjallhvítu ábreiðu, sem enginn fótur
hafði troðið. Dagurinn varð að hátíðisdegi, sem jeg veit
að enginn okkar gleymir nokkru sinni. Nú voru okkur gold-
in að fullu launin fyrir það erfiði, sem við höfðum á okkur
lagt. Þreytan eptir gönguna upp jökulinn hvarf á svip-
stundu, við urðum nýir menn! Slíkar sýnir og slíkar
stundir kveikja eirðarlausan óróa, sem aldrei slökknar, í
blóði þess manns, sem eitt sinn hefir legið úti.
Nú þutum við á rjúkandi ferð niður jökulinn til Arn-
arfells hins mikla. Aldrei á ævi minni hefi jeg vitað slíkt
skiðafæri! Og aldrei hef jeg sjeð land betur fallið til skíða-
ferða heldur en kringum Arnarfell.
Það þótti okkur illa, er vjer hittum enga útilegumenn
nje heldur neinar menjar þeirra. Mundum við hafa fagnað
þeim hið bezta og veitt þeim vel, ef einhverjir hefðu orð-
ið á leið okkar.
Frá Arnarfelli fórum við yfir Arnarfellskvíslar, sem
kvað vera mjög vatnsmiklar á sumrin, en nú voru þær
undir fönn, og slíkt hið sama Múlakvísl og Miklakvísl*
Landið var þar líkast miklu stöðuvatni með mjallbreiðu yfir.
Við hjeldum áfram meðfram landsuðurbrún Hofsjökuls.
Þar sáum við þess merki, að jökulhlaup hefði orðið einum
tveim dögum áður, og þótti okkur þó kynlegt, að slíkt
gæti að borið um hávetur. Við höfðum hvergi sjeð rifu
eða sprungu í jöklinum áður, en vestur af Arnarfelli var
hann sprunginn þvert og endilangt á 5 km. svæði. Sprung-
urnar voru 2—3 m. að dýpt. En því hygg jeg að jökull-
inn hafi hlaupið þá alveg nýlega, að ekki var minnsta ögn
af snjó á honum, en sprungurnar blágrænar eins og að
sumarlagi. Hvernig veik því við? Fyrir norðan Arnarfell