Skírnir - 01.01.1926, Page 179
Skirnir]
Skiðaferð suður Sprengisand.
165
voru allar sprungurnar barmafullar af snjó, og til marks
um það, hvað áköf snjókoma hafði verið undanfarið, skal
þess getið, að við Blautukvísl voru skaflarnir 5—10 m. að
dýpt. Jeg hygg því, að ekki geti verið vafi á því, að jök-
ullinn hafi brugðið á leik um hávetur.
Þegar leið á daginn sáum við hvönn (angelica), sem
stóð J/2 m. upp úr snjónum. Þetta hlýtur að hafa verið
ein af þeim risavöxnu hvönnum, sem Daniel Bruun minn-
ist á í ferðaskýrslu sinni 1902. Þá urðum við einnig varir
við spor eptir rjúpu og ref.
Þá er við Jffórum yfir sljetturnar hjá Nauthaga, sáum
við 11 svarta dila inni undir jöklinum. Tryggvi hjelt því
fram, að þetta væru hreindýr, en mjer þótti líklegra, að það
væru steinar. Eptir nánari umhugsun hallaðist jeg þó heldur
að skoðun Tryggva. Hvers vegna voru þessir dílar svartir?
Allir steinar þar um slóðir hafa vafalaust verið snævi þakt-
ir. Við komum auga á þessa díla rjett fyrir myrkur og sam-
tímis skall yfir jel ofan af jöklinum, svo að við gátum ekki
grennslast nánar eptir þessu. Við fórum nú í kapphlaup
við jelið, sem var á hælum okkar. Það var auðvitað sama
svarta skýið, sem við allan daginn höfðum sjeð yfir Skratta-
bæli. Nú reið okkur á að komast sem fyrst yfir flatneskj-
una, svo að við gætum valið okkur tjaldstað undir hól eða
hæð, — í betra skjóli en við síðast höfðum haft. Við urð-
um á undan jelinu og tjölduðum á góðum stað. Skriðmæl-
irinn sýndi að við höfðum farið 32 km., kuldinn var 14°.
Þennan dag hafði allt gengið að óskum. Við vorum
himinlifandi yfir öllu því, sem á daginn hafði drifið og spör-
uðum nú ekki mat við okkur, enda gerðist þess engin þörf
lengur. Við átum hafrasúpu, harðfisk, svínasteik, smurt keks
með osti og ávexti. Síðan drukkum við kaffi. Má þetta
heita sæmilegur málsverður uppi í óbyggðum um hávetur.
Síðan fórum við í húðfötin og vorum allfegnir hvildinni,
því að svefn höfðum við þá ekki fest í 42 klukkutíma.
Þriðjudaginn 24. marz komumst við ekki á fæt-
ur fyr en kl. 8, því við þurftum tíma til að sofa úr okkur
þreytuna eptir vistina í Skrattabæli. Færðin var enn ágæt.