Skírnir - 01.01.1926, Síða 180
166
Skíðaferð suður Sprengisand.
|Skírnir
Á hádegi komum við að Blautukvisl. Hún var auð, og
veittist okkur all-erfitt að finna vað á henni. Snjóveggirn-
ir með fram ánni voru "5—10 m. háir, svo sem fyr sagði,
og var ókleift að koma sleðunum úr þeirri hæð niður að
ánni án þess að farangur okkar yrði alvotur. En Tryggvi
hafði ráð undir rifi hverju og fann hann ágætt vað. Hygg
jeg hann manna kænastan til þess að sjá vöð á ám. Nú
fórum við í vöðlurnar og náðu þær okkur upp undir hend-
ur. Óðum við síðan yfir ána og var hún okkur í mitti.
Ekki dignaði einn þráður á okkur. Ef við hefðum ekki haft
vöðlurnar hefðum við að líkindum orðið að krækja upp
undir jökul til þess að komast þurrum fótum yfir ána.
Mundi það hafa tafið okkur mjög.
Nú höfðum við á fótinn upp að vatnaskilum Hvítár
og Þjórsár, en bæði færðin og veðrið var í bezta lagi, svo
að okkur skilaði furðu vel áfram, þó að við ættum upp á
móti að sækja. Við vorum nú líka orðnir vanir aktýgjunum,
og þar að auki ljettust sleðarnir með degi hverjum.
Útsýnið af hæðum þessum var svipmikið. í norðri
blöstu við Kerlingafjöll, Hofsjökull og Arnarfell, í landnorðri
Ódáðahraun og Tungnafellsjökull, í austri Hágöngur og
Vatnajökull, en í suðri Hekla og fjöllin kringum Þjórsárdal.
Hvergi sást ský á himni, nema yfir Skrattabæli. Þar
var allt af sama skýið, kolsvart og illúðlegt, og gizkuðum
við helzt á, að þar mundi sífellt vera sama illviðrið. Kvöld-
ið var undrafagurt. Kvöldroðinn steypti logahjúp, sem
dimmbláir skuggar ófust inn í, yfir fjöll og jökla. Hjer
sáum við undralönd ævintýranna. Sá, sem aldrei hefir
verið uppi á öræfum sólskinsbjartan dag í marzmánuði, hann
veit lítið um þá seiðandi fegurð, sem felst inni í óbyggð-
um íslands. Engin orð geta lýst henni, menn verða að sjá
hana með eigin augum.
Við nálguðumst nú Kisá og sáum við árgljúfrin uppi
undir Kerlingarfjöllum langa vegu að. Um tíma leit út
fyrir að okkur mundi verða torsótt yfir ána, því að hún
var auð á löngu svæði, en loks fann Tryggvi spöng, svo
að við þurftum ekki að fara í vöðlurnar.