Skírnir - 01.01.1926, Side 181
SkírnirJ Skíðaferð suður' Sprengisand. 167
Við tjölduðum kl. 7, og höfðum við farið 31 km. um
daginn. Kuldinn var 18°. . Við átum góðan kvöldverð og
fórum síðan í húðfötin. Það má furðulegt heita, hve fljótt
maðurinn venst öllum sköpuðum hlutum. Hjer lögðumst
við til svefns í 18° kulda, kvíðalausir og ánægðir eins
og við hefðum aldrei þekt annað náttból. Og þó hafði
énginn okkar »legið úti« fyr áð vetrarlagi, nema jeg. Áður
en við fórum hafði jeg sofið eina liótt úti á Landakots-
túni til þess að prófa útbúnaðinn. En þó getur enginn
sofið fastar og værar, þótt hann hafi dúnsæng bæði yfir
sjer og undir, heldur en við sváfum þarna uppi á öræfum.
Miðvikudaginn 25. marz fórum við á fætur kl.
5Ú2. Kuldinn var 10° og lopt skýjað. Færðin var enn sem
fyr góð, en með því að veðrabrigði virtust í lopti, lögðum
við upp sem fyrst við máttum. Skyggnið var hið versta, við
sáum ekkert fram undan okkur, og þó var veður svo bjart,
að vel sá til fjalla. Allt var hvítt, mjallhvítt, augað gat
hvergi hvílst á dökkum díl. Einn gekk á undan og eins og
þreifaði sig fram, hann fann að hann tróð snjó, en hann sá
það ekki. Það var eins og að svífa í lausu lopti. Það
reyndi því á þolrifin að hafa forystuna til lengdar, enda
skiptumst við á um það með örstuttu millibili. Þeir sem
síðar gengu gátu nokkuð hvílt augun á dökkleitum fatnaði
hinna, sem á undan voru. Þegar leið fram yfir hádegi
gerði kafald, og urðum við þá aptur að hafa taug á mill-
um okkar. Vegna alls þessa höfðum við engin not af því,
að þann dag hallaði undan fæti. Um nónbilið skall á ákaf-
ur kafaldsbylur og samtímis varð landslagið ógreiðfært og
illt yfirferðar, en þó tókst okkur að halda nákvæmlega
rjettri stefnu. Loks varð fyrir okkur brattur ás, og með
því að við sáum engan veg til þess að krækja fyrir hann,
þá neyddumst við til að draga sleðana upp á hann. Ekki
komumst við nema með annan sleðann í einu, og var þetta
ein hin mesta þrekraun. Loks komumst við þó upp á ás-
mn og hjeldum enn áfram. Þá sjáum við Tryggvi allt í
einu, að þeir Axel og Sörensen missa stjórn á sínum sleða
°g fjúka undan veðrinu fram af hengju. Ofviðrið var nú