Skírnir - 01.01.1926, Page 183
Skírnir]
Skíðaferð suður Sprengisand.
169
átum síðan súpuna með beztu lyst. Hjeldum við veizlu
um kvöldið og enduðum daginn með ræðuhöldum, drykkju
og söng.
Fimmtudaginn 26. marz vöknuðum við klukkan
6. Þá var 1° hiti, en þoka mikil, svo að við vorum
óvissir um, hvort við ættum að leggja upp eða halda
kyrru fyrir og bíða bjartara veðurs. En nú höfðum vió
verið viku á fjallinu í staðinn fyrir 4 daga, eins og við
höfðum gert ráð fyrir, og óttuðumst við, að fólk okkar
væri orðið hrætt um okkur. Við afrjeðum því að reyna a5
skreiðast nokkra kílómetra áfram. Nú var færðin ill og
þokan svo svört, að við sáum tæpast 3 metra frá okkur.
Við vorum skammt komnir áleiðis, er langur aflíðandi varð
fyrir okkur, en færðin batnaði eptir því sem ofar dró og
þá ljetti þokunni, en kafald skall á í staðinn. Við vorum
nú orðnir þaulæfðir og ótrúlega þolnir við að sækja á
brattann og draga sleða á eptir okkur. Loks komumst við
upp á hæðina, en þá var eptir að sjá, hvar fært væri nið-
ur. Við ljetum vera h. u. b. 100 metra millibil á milli sleð-
anna, og skyldu þeir Axel og Sörensen fara fram og aptur
milli þeirra svo að eigi fennti í skíðaförin og við þá ef til
vill misstum af öðrum hvorum sleðanum. Hins vegar fór-
um við Tryggvi að leita fyrir okkur, hvar komast mætti
niður, annar í útsuður en hinn í vestur. Við komum aptur
eptir 20 mínútur, en hvorugum hafði orðið neitt ágengL
brattinn var allstaðar of mikill. Nú fóru þeir Axel og Sören-
sen af stað, annar í suður, en hinn í landsuður. Sörensen
sneri aptur eptir 15 mínútur og hafði hann farið erindis-
leysu eins og við Tryggvi. Þegar hálftími var liðinn og
Axel kom ekki, varð okkur órótt og var Tryggvi þá send-
ur til þess að leita hans. Enn leið fjórðungur stundar, og
bólaði hvorki á Axel nje Tryggva. Þá sendi jeg Sörensen
bl þess að leita þeirra, því að nú leit út fyrir, að eitthvað
óvænt hefði borið að höndum. En jeg varð að bíða lang-
ar stundir, áður en þeir fjelagar sneru aptur, og ægilegar
hugsanir um afdrif þeirra tóku að ásækja mig. Kafaldið og
ofviðrið voru nú komin í algleyming, svo að jeg átti fullt