Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 185
Skírnir]
Skíðaferð suður Sprengisand.
171
Föstudaginn 27. marz var 12° kuldi kl. 7 um
morguninn. Veður var bjart og kyrt og sáum við nú yfir
byggðina. Þá var sú þraut eptir, að finna hvar fært væri
niður, því að meðfram Laxá eru gjár miklar og margar og
all-ógreitt yfirferðar. Okkur heppnaðist það eptir talsverða
erfiðleika, og kl. IIV2 vorúm við komnir að fjárhúsunum
frá Laxárdal. Þar neyttum við síðast matar undir beru
lopti. Þó að við hefðum ekki sparað vistir við okkur hina
síðustu daga, þá var samt eptir 10 daga forði af mat, en
8 daga forði af steinolíu.
Við komum að Laxárdal kl. 1 */2 um daginn. Við mun-
um hafa verið all-ófrýnilegir sýnum, því að allar skepnur,
sem urðu á vegi okkar, hundar, kettir, hænsn og kindur,
hlupu undan okkur á harða spretti eins og þær hefðu sjeð
fjandann sjálfan. Það er og sannast að segja, að við vor-
um ekki vel hreinir, því að matreiðslumaður hafði verið
spar á vatnið, og að því er jeg veit bezt, hafði enginn
okkar þvegið sjer á leiðinni, enda höfðum við hvergi rek-
izt á baðhús eða rakarastofu.
Meðan við þvoðum okkur og rökuðum, bar heimilis-
fólkið súkkulaði, kaffi og heitar pönnukökur á borð. Þær
góðgerðir komu okkur, enda átum við og drukkum sleitu-
laust. Okkur var það nautn eptir 8 daga útilegu að sitja
við borð með drifhvítum dúki og drekka úr hreinum boll-
um. Bóndinn í Laxárdal, Högni Guðmundsson, vildi fyrir
hvern mun að við hvíldum okkur þar einn eða tvo daga,
en við vildum ekki standa við nema 2 tíma og hjeldum
síðan fótgangandi til Birtingaholts. Þetta var þá eptir af
okkur eptir 237 km. ferðalag! í Birtingaholti skorti ekkert, —
þar var eins og við værum komnir á veitingastað af bezta
tæi. Það var unun að leggjast í velbúið rúm eptir að hafa
sofið 13 nætur í húðfötum.
Laugardaginn 28. marz hjeldum við frá Birtinga-
holti að Húsatóptum, þaðan í bil að Kömbum. Síðan fórum
við á skíðum yfir Hellisheiði og náttuðum okkur á Kolvið-
arhól. Daginn eptir komum við til Reykjavíkur úr þessari
Bjarmalandsferð. Höfðum við þá farið 334 km. (Á. P. þýddi.)