Skírnir - 01.01.1926, Page 186
Nokkurar athugasemdir um bókmentir
siðskiftaaldar.
Páll Eggert Ólason: Menn og
menntir siðskiptaaldarinnar á
íslandi. IV. bindi. Rithöfundar.
Reykjavík, 1926. XI + 885 bls>
I.
Með þessu bindi er lokið riti því um siðskiftaöldina á
íslandi, er Páll Eggert Ólason hóf að gefa út fyri'r 7 árum.
Um verk þetta má undir eins gera sér dálitla hugmynd
af vöxtunum einum. Það segir frá atburðum, mönnum,
stjórnarfari, fjárhag og mentum rúmrar aldar og er alls nær
2800 bls. að stærð. Um hitt er þó meira vert, hversu til
þess er vandað. Hér er efni allsstaðar kannað eftir frum-
gögnum, og má óhætt segja um tvö síðari bindin, að þar
hefur miklu meir orðið að leita til óprentaðra heimilda en
prentaðra. Við þá könnun hefur margt nýtt verið leitt í
ljós og eldri frásagnir ýmist staðfestar eða leiðréttar. En
hitt kemur lítt fram, sem jafnan fylgir slíkum rannsóknum,
að fjölda heimilda hefur orðið að kanna til þess að leita
af sér grun, án þess annar árangur hafi af orðið. Það er ekki
ofmælt, að hér sé af hendi leyst undirstöðurannsókn, er
við megi hlíta um langt skeið. Hefur það og bersýnilega
verið aðalmark höfundar. En því fer fjarri, að í riti þessu
sé aðeins um þurra sögukönnun að ræða. Hvar sem efnið
leyfir, sýnir höfundur, að hann er ágætur sagnaritari. Helzt
þar í hendur víðtæk þekking, vakandi dómgreind, glöggur
skilningur manna og viðburða og ágætur stíll. Verkið er
í stuttu máli bæði höfundi og íslenzkum vísindum til hins:
mesta sóma.