Skírnir - 01.01.1926, Side 188
174 Nokkurar athugasemdir um bókmentir siðaskiftaaldar. [Skírnir
og sumt af því verða til þess að gefa lesöndum Skírnis
ofurlítið bragð af öldinni og hvetja þá til þess að kynn-
ast því riti, sem orðið er meginheimild um hana.
IL
Þó að skerfur sá, sem Staðarhóls-Páll (d. 1598)hef-
ur lagt til bókmentanna, sé minni að vöxtum en flestra
annara skálda frá þessu tímabili, er furðu margt af því enn
lifandi í alþýðuvitund. Og maðurinn sjálfur mun verða íslend-
inguin því meira íhugunarefni, sem þeir beinast meir að því
að þekkja sjálfa sig. Samtíðarmenn hans hafa auðsjáanlega
ekkert botnað í honum, og enn munu þeir, sem lítið þekkja
tjl hans annað en nokkurar munnmælasögur, þykjast hafa
gert honum góð skil, ef þeir segja, að hann hafi ekki ver-
ið með öllum mjalla. Er það og mála sannast, að Páll var
ekki heill maður. Andstæðurr.ar í upplagi hans voru of rík-
ar til þess að ná samræmi. Annars vegar ofurhugi, stór-
mepska og skapofsi. Hins vegar köld skynsemi, rökvísi og
hagsýni. Greind virðist vera sú tegund gáfna, sem íslend-
að vísa aðeins í handrit, þar sem um prentaða hluti er að ræða.
Þetta kemur nokkurum sinnum fyrir. Tófustefna Þórðar á Strjúgi
(bls. 580) er prentuð í íslenzkum þulum, og eftir öðru handriti en hér
er til greint. Annálskvæði Jóns i Rauðseyjum (bls. 699) er prentað
með Vinaspegli, Rv. 1909. VísUr sama höf. um rímur sínar (701) eru
i Sciagraphia Hálfdanar Einarssonar. Tröllaslagur Qaldra-Leifa (660)
er i ísl. vikivökum, prentaður eftir öðru handriti en hér er nefnt,
og hefði mátt geta vísna í sömu bók bls. 376, sem eignaðar eru
Þorleifi. Heilræðakvæði Björns á Skarðsá (691) er í ísl. vikivökum
189, og fer þar á eftir annað kvæði, sem Birni er eignað. Fyrir utan
það, sem talið er prentað eftir síra Guðmund Erlendsson á bls. 759,
má enn nefna tvo af merkustu sálmum hans, sem standa í Litlu
vísnabókinni: Lausnarinn Ijúfur minn (sem skáldið sendi Halldóru
Guðbrandsdóttur) og Bænarsálmur í þungri sótt. Fyrir utan kvæða-
söfnin Gigju og Fagraskóg, segir Jón Marteinsson, að til hafi verið
eftir síra Guðmund þriðja safnið, stór bók í fjögurra blaða broti:
»en collection af allehaande gammenviser«« (Ny kgl. sml. 1274 fol.).
Má vel gefa þeirri frásögu gaum, því að sitt hvað styður hana, og
þá kemur enn betur í Ijós, hversu mikilvirkt skáld síra G. E. hefur
verið.