Skírnir - 01.01.1926, Síða 189
Skírnir] Nokkurar gthugasemdir um bókmentir siðaskiftaaldaír. 175
ingum hefur frá upphafi verið bezt gefin. Má vafalaust
leiða það að nokkuru leyti af umhverfi: tæru loffi, skóg-
leysi, hreinum línum íslenzkra fjalla. Undir eins og íslend-
ingar fara að eiga með sig sjálfir, aðgreina þeir löggjafar-
vald og dómsvald. Engin þjóð hefur skýrar greint á milli
ljóða og lauss máls. Sögumál vort er hið hreinasta óbund-
ið mál, sem til er, en farið með dróttkvæðin að formi og
máli svo fjarri sundurlausu máli, sem fært er. Mannlýsing-
ar fornsagnanna rista dýpra en í nokkurum eldri bókment-<
um. Tilsvörin kryfja persónurnar eins og hvassir hnífar.
Jafnvel hið erfiðasta var sagnariturunum kleift: að greina
milli raddar sinna eiginna tilfinninga og raddar viðburð-
anna sjálfra. Þennan íslenzka hæfileika á Staðarhóls-Páll
í ríkum mæli. Alkunn ,er sagan um skipbrot hans. Af of-
drambi sínu siglir hann beint á skerið:
skipið er nýtt, en skerið förnt,
skal þvi undan láta.
Óvinur hans kemur honum til liðs og spyr: »Viltu þiggja
líf, Páll bóndi?« Páll neyðist til þess að stíga á skip með
honum. En á eftir greinir hann milli björgunarinnar og
hvernig hún var fram boðin með eftirminnilegum hætti.
Hann gefur manninum 20 hundraða jörð fyrir lífgjöfina, en
kinnhest fyrir spurninguna. Nákvæmlega sama tvisýni (eins
og Vinje myndi hafa kallað það) kemur fram í annari
sögu um Pál. Svo er sagt, að hann hafi stefnt konungi
sjálfum, en kropið á annað kné með þessum ummælum:
»Eg lýt hátigninni, en stend á réttinum«. Sú saga hefur þótt
ótrúleg, en hlýtur í aðalatriðunum (ummæli Páls) að vera
sönn. Hún er svo alveg samkvæm eðli hans. A. m. k. veit
eg þess ekki von, að neinn maður hefði haft gáfur til þess
að ljúga henni upp, nema ef vera skyldi Páll sjálfur. Sum-
um kann líka að þykja ósennilegt, að Páll hafi verið sá
gapi að sigla á skerið. En til þess þurfti sízt meira ofur-
huga en til þess að kvænast Helgu Aradóttur, með því
skaplyndi, sem hún hafði. Enda beið Páll á því kvonfangi
mesta skipbrot lífsins.
Jón lærði segir um Pál, að hann hafi verið allra