Skírnir - 01.01.1926, Síða 190
176 Nokkurar athugasemdir um bókmentir siðskiftaaldar. [Skirnir
manna ófalskastur. Þetta mun mega til sanns vegar færa
að því leyti, að hann hafi ekki sparað stór orð né djarf-
mannleg. En hitt er mér nær að halda, að Páll hafi stund-
um haft ofsa þann, sem honum var áskapaður, að grímu
og yfirvarpi. Sumir hafa látið sveigjast fyrir ofbjóðanleg-
um orðum einum saman. En aðrir hafa varast miður djúp-
sett ráð, þegar þau komu frá manni, sem virtist ekki hafa
fulla stjórn á sjálfum sér. Og öllum hlaut að standa nokk-
ur stuggur af þeim manni, sem þeir gátu ekki reiknað út
neina braut fyrir. Páll hefur gert sér þetta ljóst sjálfur, og
kemur það fram í einni vísu í kvæði, sem enn er óprent-
að í heild sinni: Hvort skal haginum breyta. Nokkuð af
kvæðinu er nú prentað í þessu bindi (504—507), en ekki
sú vísa, og tilfæri eg hana því hér:
Sem dýrmætur drykkur
divika loft fær sízt,
áfengur, einþykkur,
ei veizt, hvaðan kom víst,
lagt er sinnið leynt,
lýðir fá það reynt,
ibygt og mjög óttalegt,
á meðan hvert orð er geymt.
Lát opið geð uppi,
allir gera að skuppi.
Páll hefur gert sér það að leik og íþrótt að koma mönn-
um á óvart og reyna þá með þeim hætti, og hefur ýms-
um íslenzkum gáfumönnum fyrr og síðar verið líkt farið.
í sögu íslenzkra bókmenta er Páll mikill merkismaður
fyrir þá sök, að í tveim kvæðum hans koma fram greini-
legri áhrif frá suðrænni ljóðagjörð en áður eru dæmi til.
Hann byrjar vísur til Helgu á þessa leið:
Eg leit í einum garði
yfrið fagurt blóm--------
Þessi látlausu orð voru mikil nýjung í íslenzkum ljóðum
á þeim dögum. Milli þessa kvæðis og Lofts ríka er miklu
lengri vegur en milli Lofts og Kormáks. Hér er íslenzkan
stilt í samræmi við þann stíl kvæða, sem Dante kallaði
Ijúfan og nýjan (il dolce stil nuovo). Enn athugaverðara