Skírnir - 01.01.1926, Page 191
Skimir] Nokkurar athugasemdir um bókmentir siðskiftaaldar. 177
er þó annað kvæði, sem dr. Jón Þorkelsson lét prenta
i riti sínu um kveðskap íslendinga á 15. og 16. öld, án
þess að gera nánari grein fyrir því. P. E. Ó. getur þess
til, að það sé ort til Helgu, og kallar það »heimspekilegs
efnis«. Er hvorttveggja rétt. Kvæðið hefst á þessa leið:
Eg gekk einn morgun árla
út að skemta mér,
dagur gaf drengjum varlaj
dýra birtu af sér;
fram hjá fögrum lundi
ferðast gerði eg þá;
furðu fagur var sá.
Líkingunni er nú haldið áfram. Skáldið gengur fram hjá
lundinum um miðjan morgun, og sér, að hann er orðinn
hálfu hærri. Um dagmál stendur hann undir laufi hans og
grænum greinum. Á hádegi stendur lundurinn í öllum
blóma sínum. En um nón hvessir. Stormurinn dreifir lauf-
inu og hefur burt með sér bæði næfrar og börk:
Stofnar einir stóðu,
þar studdist eikin við.
Hvar eru þá greinir góðu,
er girntist fyrða lið?
I burtu, mest sem máttu,
þess minnist hver eð veit,
svo enginn eftir leit.
Lengra er ekki kvæðið. Líkingin er sett fram án skýring-
ar, án þess að heimfæra hana upp á neitt úr lífinu. En ef
erlend samtímakvæði eru tekin til samanburðar, má víða
sjá sama viðkvæðið: lífið er skammvint og blómi þess
enn skemmri. Æskan fölnar eins og blóm jurtarinnar. Njót-
um hennar þvi, áður en það er orðið of seint! Til dæmis
má taka eitt af frægustu kvæðutn Pierre de Ronsards,
samtímamanns Páls (1524—1585): A Cassandre. Hann bið-
ur unnustu sína að koma með sér út í garðinn að skoða
rósina, sem sprungið hafi út um morguninn. Þau sjá blöð-
in fallin og kveina yfir harðýðgi náttúrunnar. En Ronsard
Jætur ekki staðar numið við líkinguna:
Donc, si vous me croyez, mignonne,
tandis que votre áge fleuronne
12