Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 192
178 Nokkurar athugasemdir um bókmentir siðskiftaaldar. [Skírnir
en sa plus verte nouveauté,
cueillez, cueillez votre jeunesse:
comme & cette fleur, la vieillesse
fera ternir votre beauté. ’)
Ekki er óhugsandi, að Páll hafi heyrt þýzka þýðingu eða
stælingu þessa kvæðis, meðan hann var erlendis, því að
kvæði Ronsards flugu viða um Norðurálfu. Eg hef hér
ekki gögn til þess að sjá, hvort loku er fyrir það skotið
tímans vegna. En reyndar er fult eins líklegt, að til sé eldra
kvæði og enn líkara, sem Páll hafi þekt. Þó þykir mér
ótrúlegt, að kvæðið sé beinlínis þýtt. Listin að íslenzka
bundið mál hafði náð litlum þroska á miðri 16. öld. Enda
fer kvæðið hið bezta í munni Páls, sem var bráðlátur
biðill. En hins er líka rétt að minnast, að Páll setur lík-
inguna fram án nokkurra ávarpsorða til Helgu. Þar er
vafasamt, hvort hann hefur farið eftir erlendri fyrirmynd,
og þar sýnir hann ekki litla hófsemi. Hefur hún þó varla
verið talin til skapþátta þessa margþætta manns.
Annar er sá af skáldum siðskiftaaldar, sem mér þykja
ástæður til að nema hér lítið eitt staðar við. Það er síra
Einar Sigurðsson í Eydölum. Á þessu sumri eru liðin 300
ár frá dauða hans, og er það ártal þó ekki með öllu
órengt. Auk þess hefur síra Einar í einu atriði borið nokk-
uð skarðan hlut frá borði í rithöfundatölum fyrri manna,
og er því enn fylgt í þessu riti. Er rétt að láta ekki þriggja
alda dánarafmæli hans líða svo hjá, að því sé ekki kipt í lag.
P. E. Ó. telur dánardag síra Einars hiklaust 15. júlí
1626, enda eru fyrir því svo gildar heimildir, að fáir myndi
treystast að bera brigður á þær út af fyrir sig. En þess
hefði þó mátt geta, að annar eins fræðimaður og dr. Jón
Þorkelsson hefur þózt geta fært sönnur á, að síra Einar
hafi a. m. k. lifað fram á sumar 1627. Sagnir eru til um
það, og þó í ungum heimildum, að síra Einar hafi þá var-
1) Ef þú vilt fara að ráðum mínum, ljúfan mín, þá skaltu njóta
æsku þinnar meðan þú ert i blóma aldurs þins; ellin mun láta feg-
urð þína fölna eins og þetta blóm.