Skírnir - 01.01.1926, Side 193
Skirnir] Nokkurar athugasemdir um bókmentir siðskiftaaldar. 179
ið Eydalastað fyrir Tyrkjum með særingakvæði dróttkveðnu.
Er og slíkt kvæði til eftir hann, ort gegn ræningjum
(prentað í Tyrkjaráninu bls. 528—31). En hvergi sést af
kvæðinu sjálfu, að átt sé við Tyrki. Hitt var eðlilegt, að
seinni tíma menn setti öll slík kvæði í samband við ósköp
þau, sem yfir dundu 1627. Ákvæði og særingar voru þá
eina landvörn íslendinga. Upp úr þessum sögnum er þvi
lítið eða ekkert leggjandi. Enda er eftir langhelzta rök-
semd dr. J. Þ., sem hann orðar á þessa leið: »Af kvæði
síra Ólafs í Kirkjubæ, er hann nefnir Árgalann, og ort er
1627, (er) með vissu að ráða, að síra Einar faðir hans
hafi þá verið enn á lífi, og verður það ekki rekið«
(Tyrkjarán. bls. 76 nm.). Vísan í Árgalanum, sem átt er
við, er á þessa leið:
Föður minn og fróma móður,
fræga bræður, systur með,
afsprengi og allan gróður,
æru, heiður, góss og féð,
faðir himnanna geymdu góður
gjörr en eg fæ um beðið.
Ekki getur leikið vafi á, að hér er átt við síra Einar lif-
andi, en ekki dauðan. Ártalið 1627 stendur við Árgalann í
flestum handritum, enda hefur jafntraustur fræðimaður og
Hálfdán Einarsson sett það í fyrirsögn kvæðisins í útgáfu
sinni í Litlu vísnabókinni. Hér virðist því hvor heimildin
standa á móti annari.
Þessi hnútur verður ekki leystur, nema sannað verði,
að Árgalinn sé eldri en áður hefur verið talið. Eitt hand-
rit, frá síðara hluta 17. aldar, AM. 181 4to, segir kvæðið
vera ort 1617. En ekki er fult mark takandi á því út af
fyrir sig, enda gæti það verið ritvilla. Síra Ólafur vitnar
sjálfur í Árgalann í kvæðinu Nauðvörn:
Áður eg upp nam telja
Árgalans í versi
herrans hrísið flest,
sem oss kunni kvelja,
kemur nú ofan á þessi
vor foreyðslan verst o. s. frv.
12*