Skírnir - 01.01.1926, Síða 195
Skírnir] Nokkurar atlnigasemdir um bókmentir siðskiftaaldar. 18Í
eg víkja að öðru efni, sem síra Einar varðar, en jiað er
hlutur hans í Vísnabókinni frá 1612.
Guðbrandur biskup kemst svo að orði í formála Vb.t
eftir að hann hefur deilt á veraldlegar rímur: »Þvi skyldu
nú þá menn ekki heldur kveða rímur og kvæði af heilög-
um mönnum, þar bæði er í heilsusamlegur lærdómur og
góð dæmi eftir að breyta. Og er þeim þakkir að kunna,
sem sig hafa lagt til þess, guðs orði í skáldskaparmáli svo
fram að fylgja, — — — á meðal slíkra tel eg fyrst og
helzt þann góða mann, síra Einar Sigurðsson, hvers að er
sá fyrri partur þessarar Vísnabókar«. í þessum fyrra parti
eru fernar rímur, af Rut, Júdit, Ester og Tobíasi. Af þeim
eru Tobías rímur í bókinni eignaðar síra Jóni Bjarnasyni,
hinar þrennar engum. En orð biskups í formálanum benda
til þess, að þær sé eftir síra Einar, því að eftir samband-
inu lúta þau sérstaklega að rimunum. Aftur á móti eignar
Hálfdan Einarsson síra Jóni rímur af Júdit og Ester, og
hafa síðari tíma menn fylgt því, líka P. E. Ó., sem læt-
ur Rutar rímur fljóta með. Með þessu móti verða engar
biblíu-rímur til eftir síra Einar.
P. E. Ó. hefir fundið, að hér bentu tvenn ummælí
hvor í sína átt, og æskilegt hefði verið að geta skorið úr'
málinu eftir gögnum úr rímunum sjálfum. En þar (í man-
söngvum og niðurlagserindum) kveður hann ekki unt að
sjá neitt um höfundinn. Við nánari athugun kann þó sitt
af hverju að koma í ljós, og skal eg geta hins helzta, sem
eg hef komið auga á.
í Rutar rímum III, 4 segir svo:
í austursveitum er það siðr,
enginn vil eg þar reiðist viðr,
ef einhver sezt hjá öðrum niðr,
erindiskornið þylja biðr.
Þetta er ekki ort í Þingeyjarsýslum (Norðursýslu). Enda
kveður heldur við annan tón í Tobíasr. síra Jóns I, 3:
Var hér fyrr i vorri sveit
völ á skemtan ljóða,