Skírnir - 01.01.1926, Page 196
182 Nokkurar athugasemdir um bókmentir siðskiftaaldar. [Skírnir
nú er þögn í þessum reit,
þverrar listin góða.
Síra Einari var eðlilegra að gera athugasemd um siði Aust-
firðinga, af því að hann var aðfluttur.
Júditarr. hefjast á þessa leið:
Skáldin hafa það skrifað í letr,
skal því allvel trúa,
að lesnar sögurnar lærðist betr,
ef í ljóð þeim mætti snúa.
Þetta er tilvitnun í orð síra Einars í formálsvísum Vb.:
Kvæðin hafa þann kost með sér,
þau kennast betur og lærast ger,
en málið laust úr minni fer;
mörgum að þeim skemtan er.
Hugsunin er sótt í formála Sálmab. frá 1589. En síra Jón
Bjarnason hefur varla þekt þessa vísu, fyrr en hann fekk
Vísnabókina prentaða.
Fleira smávægis mætti til tína. Hjá síra Jóni kemur
víða fram vandlæting gagnvart veraldlegum rímum, en í
Rutar r. viðurkennir skáldið, að sér þyki vænt um þær.
í mansöng IV. Júditar rímu kveðst skáldið hafa ort »ekki
fagran brag um ávirðingar sveina«. Vér vitum ekki af
neinum slíkum kveðskap eftir heilræðaskáldið á Presthól-
um, en síra Einar víkur að því oftar en einu sinni, að
hann hafi ort kalls og hæðni. Síra Einar yrkir mikið til
barna og snýr sér til þeirra í kvæðum sínum (smbr. M.m.
IV, 565). Kemur þetta líka fram í sumum mansöngvum
Júditar rímna. — Alt bendir þetta í sömu átt, þótt ekki
skeri úr til fulls.
En nú er til mikið af kveðskap eftir þá báða, síra
Einar og síra Jón, er þeim verður eignaður með fullri
vissu. Yrkja þeir þá svo líkt, að ekki verði þekt sundur?
Eitt er það einkenni á kveðandi síra Einars, sem ger-
ir kvæði hans auðþekt. Það er tala áherzluléttra aukaat-
kvæða og forliða. Kveður stundum svo ramt að þessu, að
bragarhátturinn verður torkendur, en á hinn bóginn gerir