Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 197
Skírnir] Nokkurar athugasemdir um bókmentir siðskiftaaldar. 183
það hrynjandina vaggandi og mjúka. Tökum til dæmis 2.
erindi úr hinu alkunna Vöggukvæði hans:
í Betlehem var það barnið fætt,
sem bezt hefur andar sárin grætt,
svo hafa englar um það rætt,
sem endurlausnarinn væri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.
Og til samanburðar 2. erindi úr Ellikvæði síra Ólafs í
Sauðanesi, með sama hætti:
Höfuð áður huldi þykt,
hári er nú burtu rykt,
skjól er ei við skjanna trygt,
skín sem rót í flóa.
Samt er eg einn í sona tölu Nóa.
í erindi síra Einars eru 46 samstöfur, í erindi síra Ólafs
38. Hjá síra Einari 9 samstöfur fram yfir reglulega tölu,
hjá síra Ólafi ein. Eða tökum þessa ferhendu síra Einars
úr formálsvísum Vísnabókar:
Þvi hef eg fundið þetta sáð,
það þakka eg heilags anda náð,
börnum gef eg það bezta ráð,
því betra er slíkt en spott og háð.
Hér er einu atkvæði ofaukið í hverju vísuorði, og svo er
víðast í öllum þeiin erindum. í dróttkveðnum vísum hans
eru sjaldnar færri samstöfur en 7 í vísuorði o. s. frv.
Ef þrennar fyrstu rímurnar í Vísnabókinni eru athug-
aðar frá þessu sjónarmiði, bera þær einmitt mark síra Ein-
ars. í 1. vísu Júditar rímna, sem áður er tilfærð: Skáldin
hafa það skrifað í letr — eru t. d. 8 auka-atkvæði (ef les-
ið er letur, betur, annars 6). En til þess að þurfa ekki að
fara eftir einstökum dæmum í þessu efni, hef eg talið for-
liðina í upphafi vísuorðs í öllum rímunum í fyrra hluta
Vísnabókar, og hefur niðurstaðan orðið þessi: Rutar rímur
eru alls 130 erindi; 36 erindi, eða 27°/0, byrja með forlið.
Júditar rímur eru 398 erindi; 113 erindi, eða 28°/0, byrja
með forlið. Esterar rímur eru 251 erindi; 59 erindi, eða
24 °/0, byrja með forlið. Aftur á móti eru Tobías rímur 315