Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 198
184 Nokkurar athngasemdir um bókmentir siðskiftaaldar. [Skimir
erindi, en aðeins 15, eða tæp 5°/0, byrja með forlið. Hér
er munurinn svo greinilegur, að ekki getur verið um neina
tilviljun að ræða; það getur ekki leikið vafi á, að orð
Guðbrands biskups í formálanum hafa fengið staðfestingu.
Rímurnar af Rut, Júdit og Ester eru allar eftir síra Einar
Sigurðsson.
Vafalaust má eftir þessu einkenni finna fleiri kvæði í
Vísnabók, sem síra Einari hafa ekki áður verið eignuð, en
eru þó eftir hann. Verður það hlutverk þess manns, er
einhvern tíma gefur út verk hans, að kanna það efni til
hlítar. Þó skal eg minnast hér eins kvæðis, af því að það
er nokkuð alkunnugt. í íslenzkum vikivökum, 157—58,
stendur Eitt vikivakakvæði, og er þetta fyrsta erindi:
Margt trúi eg hrelli mina önd,
mótlætið og sorgar bönd;
vertu mér, Jesú, hægri hönd,
hjálp og stoð í pinu.
Þá er mér ljúft að líða í nafni þínu.
Ólafur Dávíðsson hefur fengið kvæðið hjá Eiríki Magnús^
syni, sem hefur ritað það eftir handriti í British Museum.
En þar hafa þeir heldur seilzt um hurð til loku, því að
kvæðið er prentað í Vísnabók (útg. 1748, bls. 270), og er
handritið í Br. M. auðsjáanlega ekki annað en eftirrit eftir
útgáfunni. Sýnir þetta vel, hve ókunnugir aðrir eins fræði-
menn hafa verið Vísnabókinni. P. E. Ó. (bls. 685) telur
þetta kvæði meðal kvæða Ólafs Einarssonar, og fer þar
eftir Lbs. 847 4to, en nefnir ekki, að það sé prentað. í
847 er kvæðið engum eignað, og er efalaust réttara að
telja það til kveðskapar síra Einars. Kveðandi hans virðist
auðþekt á erindi eins og þessu:
Þar plágar mig hvorki sorg né sótt,
sálu minni er þar rótt,
af helgum visdóm er hjartað frótt,
hreinsað blóði þínu.
Þá er mér ljúft að líða í nafni þínu.
Meðal þeirra merkisskálda, sem í fyrsta sinn er ritað
um að gagni í þessari bók, ber fremstan að telja síra