Skírnir - 01.01.1926, Side 199
Skírnir] Nokkurar athugasemdir um bókmentir siðskiftaaldar. 185
Ólaf Einarsson í Kirkjubæ. Kveðskapur hans er mjög á
víð og dreif í handritum, en P. E. Ó. hefur gert skrá um
hann (102 númer), sem er ágætur Ieiðarvísir fyrir þá, sem
frekar vilja kynnast honum. Síra Ólafur hefur á seinni tím-
um nær verið gleymdur, þó að föður hans og syni hafi
verið mikill gaumur gefinn. En því er vert að halda á loft,
að þess mun ekki annað dæmi í sögu nokkurra bókmenta,
að skáldgáfa hafi verið svo kynföst, að þrír ættliðir í röð
hafi verið meðal höfuðskálda, svo sem voru þeir síra Ein-
ar í Eydölum, síra Ólafur sonur hans og síra Stefán Ól-
afsson í Vallanesi. Má þó jafnvel enn bæta við fjórða liðn-
um, því að síra Þorvaldur Stefánsson, Ólafssonar, var gott
skáld, og eru enn sálmar eftir hann í sálmabók vorri.
En þetta ættarsamhengi verður enn merkilegra, þegar
líka má sýna, hvernig einn liður þiggur yrkisefni og háttu
af öðrum. Bert er þetta um þá feðga, síra Einar og síra
Ólaf, þótt ekki verði rakið hér. Síra Þorvaldur yrkir báða
þá sálma sína, er halda nafni hans á lofti, Dagur er, dýrka
ber, og Guði vér hefjum hér, undir sama lagi og síra
Stefán faðir hans hafði ort sálminn Himna rós, leið og
ljós. Aftur á móti getur virst torveldara að sýna samband
milli kveðskapar síra Ólafs og síra Stefáns sonar hans.
Útgefandi Stefáns-kvæða, dr. Jón Þorkelsson, segir, að
hinn einkennilegi austfirzki blær komi fyrst á skáldskap
Austfirðinga með Stefáni (Inngangur LXVII). En i þeirri
bók er yfirleitt gert fullmikið úr Stefáni. Ef burt eru
numin úr henni öll þau kvæði, sem síra Stefáni eru rang-
lega eignuð (m. a. kvæði eins og Gortaraljóð, sem með
vissu eru eftir síra Ketil Bjarnason á Eiðum) og gerð
sæmileg grein fyrir skáldskap annara Austfirðinga, sem
honum voru eldri eða samtíða, einkanlega síra Ólafs föð-
ur hans og síra Bjarna Gissurarsonar í Þingmúla frænda
hans, þá verður full-vafasamt, hvort Stefán er meira skáld
en þeir. Hans hlutur er mikill fyrir því.
Meðal kvæða þeirra, sem sira Stefáni hafa lengi ver-
ið eignuð, og þó ranglega, er eitt alkunnasta kvæðið í
bók hans: Ölkvæði, Krúsar lögur | kveikir bögur | og