Skírnir - 01.01.1926, Síða 201
Skírnir] Nokkurar athugasemdir um bókmentir siðskiftaaldar. 187
og kotunga, letingja og húsganga. Nú eru lestirnir heimtu-
frekja, leti, hégómaskapur og hortugheit. Þetta bendir á
stéttabyltingu á 17. öld. Höfðingjarnir lækka, en fátækling-
arnir réttast úr kútnum, og kunna misjafnlega með frelsið
að fara í fyrstu, eins og gengur. Harðindin miklu á síðara
hluta 18. aldar hafa svo aftur lækkað rétt vinnuhjúa, og
hefur það haldist fram á vora daga. En á síðustu áratug-
um hefur ný bylting orðið, svo að margar af ádeilum síra
Stefáns og síra Bjarna Gissurarsonar eru ekki ósvipaðar
samtölum húsbænda á 20. öld.
Kvæði síra Ólafs er ekki einungis athugavert fyrir þá
sök, að þar er tekið fyrir nýtt yrkisefni, sem síðan er
gnauðað á heila öld eða meir, heldur líka af þvi að hann
skilur betur orsakir ástandsins en nokkur þeirra, sem feta
í fótspor hans. Honum er það ljóst, að það er hagur at-
vinnuveganna, sem ræður. Öreigarnir komast fyrstir á von-
arvöl, þegar harðnar í ári, cg verða að selja sig fyrir
mat. En undir eins og búskapurinn fer að gefa góðan arð,
verður eftirspurn eftir vinnufólki meiri, og þá kemur til
þess kasta að verða kröfuhart. Hann lýsir fyrst harðindum
þeim, sem gengið hafi yfir Austfirði. Þá féllu margir úr
hungri, en vinnufólk sóttist eftir að fá að vera matvinn-
ungar, þó að maturinn væri óríflegur:
Hunda, ketti, hesta, ref,
hrafn og örnu skæða
tóku menn fyrir góða gef (= gjöf)
sitt gráðugt hungur að fæða.
Buðust vaskir bændum menn,
ef bjarga vildu lífi,
með hálfum verð til vinnu senn,
vesaldar spentir kífi.
En þegar batnaði í ári, kom annað hljóð í strokkinn:
Skuli nást hér nokkur hjú
til nauðsynlegra gerða,
berhöfðaðir bændur nú
fyrir bófum standa verða.