Skírnir - 01.01.1926, Page 202
188 Nokkurar athugasemdir um bókmentír siðskíftaaldar. [Skírnir
Á hússtjórninni höfuð mér lízt
horfa niður að jörðu,
en í veðrið endinn snýst.
Örm hjú þetta gjörðu.
Skáldið huggar sig helzt við, að skamt muni að bíða
næstu harðinda, og þau muni skakka leikinn:
Skinn mun þeirra þanið um bein,
þunt og svart að líta,
hart og sárt er hungurs mein,
það hrokann læknar ýta.
Og komi hjúunum ekki önnur hefnd, þá eiga þau a. m. k.
von á góðu, þegar þau verða sjálf húsbændur:
Aftur munu þín eigin hjú
af þér seinna tina,
húsbændunum það sem þú
þínum gerir að sýna.
III.
Siðaskiftin eru hin snöggvasta bylting og yfirlætis-
mesta, sem gengið hefur yfir íslenzka menningu. í saman-
burði við þau er kristnitakan hægfara og væg í sóknum,
þó að áhrif hennar sé miklu djúptækari. Það er ekki fyrr
en nokkurum mannsöldrum eftir kristnitökuna, sem íslend-
ingar fara að tala með annari eins vandlætingu um heið-
inn dóm og frumkvöðlar siðaskiftanna töluðu um þann
blinda páfadóm, sem þeir voru sjálfir aldir upp í. Og enn
í dag er oss tamast að skifta sögu þjóðarinnar í tvent, og
láta siðaskiftin ráða timamótum,
En þó að vér kennum öldina og alla þessa breytingu
við siðaskiftin, þá eru þau sjálf ekki nema einn áll í hinum
mikla flaumi, sem breytir svip vestrænnar menningar um
þessar mundir. Því geta kaþólskar þjóðir líka sett hvörf
miðaldar og nýaldar um sama leyti. Eru þá stundum til
nefndir einstakir viðburðir, einkum er Tyrkir unnu Mikla-
garð [eða Kolumbus fann Ameríku. En í raun réttri skiftu
þær breytingar mest öldum, er trautt eða alls ekki verða
árfærðar: endurreisnin eða fornmentastefnan, viðgangur