Skírnir - 01.01.1926, Page 203
Skirnir| Nokkurar athugasemdir um bókmentir siðskiftaaldar. 189
prentlistar og pappírsgerðar, breyttar hernaðaraðferðir
(púður), efling borganna, en hnignun riddaravalds, og kon-
ungaveldi það, sem af öllu þessu leiddi. Alls þessa gætir
meira eða minna í sögu íslands og íslenzkra menta. Frá
pólitísku sjónarmiði mætti svo að orði kveða, að siðaskift-
in væri einn þáttur í efiingu konungsvaldsins á ísiandi.
Síra Einar í Eydölum lýsir þeim í einfeldni hjarta síns
með þessum orðum:
Þá tólf vetra
var Einar orðinn,
urðu nyrðra
ný umskifti:
herra Christian
herskip sendi
tvö á Eyjafjörð
með trú hreina.
En þau herskip voru hlaðin öðru fleira en hreinni trú.
Sál konungsins varð ekki auðfyltari en prestanna forðum.
Rán kirkjugripa og jarðagóss, skattaáþján, réttarspjöll og
einokun er ranghverfa aldarinnar. Lúter hefur verið legið
á hálsi fyrir að gera kirkju sína að skjólstæðingi og þernu
þjóðhöfðingjanna. En vald konunga og fursta var tekið að
eflast svo á hans dögum, að honum hefur trauðla verið
önnur leið fær. Konungar höfðu lamað vald páfanna á
undan Lúter. Og ekki ruddi lúterskan braut einveldi kon-
unga í kaþólskum löndum.
Prentlistin hefur gert einhverja hina mestu byltingu í
mentalífi heimsins. Hún hlaut að berast hingað, hvað sem
lúterskunni leið, eins og framtak Jóns Arasonar sýnir. En
samt má segja, að áhrif hennar byrji með siðaskiftunum,
eins og ritlistarinnar með kristnitökunni. En annars er þar
ólíku saman að jafna. Kaþólska kirkjan leyfði veraldlegum
fræðum að njóta ritlistarinnar, en lúterska kirkjan einokaði
prentlistina á íslandi í 200 ár. Var hin andlega einokun,
sem leiddi af þessu og samgönguleysi við önnur lönd en
Danmörku, litlu betri en verzlunaráþjánin. En pappírinn
bætti að nokkuru leyti úr skák. Hann hefur gert meira fyrir
islenzkar bókmentir á 17. og 18. öld en prentlistin. Hann