Skírnir - 01.01.1926, Síða 204
190 Nokkurar athugasemdir um bókmentir slðskiftaaldar. |Skírnir
var svo miklu ódýrari en bókfellið, að nú gátu bækur far-
ið að verða alþýðu eign og óprentuð rit gátu flogið furðu
víða um land. Jafnvel fram á miðja 19. öld nema íslend-
ingar þjóðleg fræði meira af handritum en prentuðum bók-
um. Það má ekki líta á það sem tóma vesalmensku eða
hirðuleysi, að menn spiltu skinnbókum á 17. öld og létu
leifarnar af hendi við Árna Magnússon og aðra handrita-
smala. Skinnbækurnar voru fallnar í gildi. Það var auð-
veldara að lesa pappírs-eftirritin, og íslendingar höfðu bæk-
ur til þess að lesa þær, en ekki til þess að glápa á þær
sem forngripi. Árni nær flestum þeim handritum, sem hann
vill nýta, í byrjun 18. aldar. En þjóðin er ekki sinnulaus-
ari en svo, að landið er aftur orðið fult af skrifuðum bók-
um á miðri 19. öld, þegar handritasöfnun er hafin á ný.
Megi svo að orði kveða, að siðaskiftin sé frá póli-
tísku sjónarmiði einn þáttur í eflingu konungaveldis og
þjóðhöfðingja, er hitt enn ljósara, að sem andleg hreifing
eru þau runnin upp af fornmentastefnunni. Hún brást í
mörg líki, og þessa mynd tekur hún á sig hjá Lúter og
samherjum hans á Þýzkalandi. Fyrir þessu er gerð glögg
grein í M. o. m. II, 266 o. áfr. Aftur á móti virðist mér
ekki nægt tillit tekið til þess í IV. bindi, að meira barst
hingað til íslands af fornmentastefnunni en siðaskiftin ein.
P. E. Ó. heldur ríkt fram samhenginu í íslenzkum
bókmentum. Hann telur hið þjóðlega viðnám á siðskiftaöld
annað afreksverk aldarinnar. Hann hefur gert merka rann-
sókn um Arngrím lærða og upptök íslenzkrar fornfræði,
og kveðið þar rækilega niður þá firru, að erlendir inenn
hafi fyrstir kent íslendingum að meta sín fornu fræði.
Væri æskilegt, að a. m. k. sá þáttur þessa rits yrði þýdd-
ur á erlend mál. Hann deilir allhart á þá íslenzka sagna-
menn, sem hafa talið, að fornmentastefnan hafi vakið ís-
lendinga til lífs í mentun og menningu.
í aðalatriðum er mér ánægja að taka undir þetta. Það
er víst, að þjóðlegar mentir voru með talsverðum blóma
fyrir siðaskifti. Sumar greinir þeirra þrumdu byltingu siða-
skiftanna af sér óhaggaðar. í öðrum efnum var beinlínis