Skírnir - 01.01.1926, Page 206
192 Nokkurar athugasemdir um bókmentir siðskiftaaldar. [Skírnir
brandur af brandi
brennur, unz brunninn er,
funi kveikist af funa.
Hróður vor verður ekki minni fyrir því, þótt vér einangr-
um sögu vora ekki úr hófi fram. Sá kyndill, sem vér höf-
um selt öðrum þjóðum, er ekki kveikjuminni en sá, sem
vér höfum við tekið.
Annars er þetta of mikið mál til þess að rita um það
með rökum í stuttri grein. En áður en eg skilst við það,
skal eg með einu Iitlu dæmi gera skoðunarhátt minn nokk-
uru ljósari.
Bjarni Jónsson skáldi féll frá, þegar hann hafði kveðið
15 rimur af Flóres og Leó. Síra Hallgrímur Pétursson orti
9 til viðbótar og lauk svo rímunum. Þar sem hann tekur
við, í upphafi 16. rímu, setur hann þessar vísur:
Þar gat Bjarni bragina ent,
Borgfirðinga skáldið:
sá hefur betur kveðið en kent
Kvásis æða sáldið.
Þó eg horfi Eddu á
og ýmsa fornkviðlinga,
glögt þar ekki geri eg sjá
grundvöll hans kenninga.
Víst hefur Bjarni vits um frón
vandað marga bragi,
en hvorki burt úr Boðn né Són
breytti hann réttu Iagi.
Vísur þessar eru tilfærðar IV, 711, svo sem væri þær
Jof um skáldskap Bjarna. En aðalefni þeirra er þó aðfinsl-
ur. Efni þeirra er á þá leið, að Bjarni hafi verið skáld að
eðlisfari, en brostið næga þekkingu á fornu skáldskapar-
máli og reynist því (margar) kenningar hans rangar, þeg-
ar Edda og fornkvæði sé tekin til samanburðar. Vísur
þessar verða þá auðskildastar, er fornmentastefnan er höfð
í huga. Munurinn á kveðskap Bjarna og Hallgríms er sain-
ur og á munkalatínu miðalda og latínu fornmentamanna.