Skírnir - 01.01.1926, Síða 209
Sálarlífið og svipbrigðin.
Eftir Guðin. Finnbogason.
Menn hafa eflaust á öllum öldum reynt að ráða það
af útliti annara, hvað með þeim byggi, hvaða innri mann
þeir hefðu að geyma. Sérstaklega hefir athyglin beinst
að andlitsfallinu, svipnum og svipbrigðunum. í lok 18. aldar
kom Gall fram með þá kenningu, er lengi hefir eimt eftir
af, að ráða mætti gáfur manna og skapferli af lögun haus-
kúpunnar. Gerði hann ráð fyrir, að hauskúpan lagaði sig
eftir gerð heilans, en eftir sköpulagi hans færu allar gáfur
manna og hneigðir. Það er svo sem auðskilið, að mörgum
þætti það matur, ef þeir gætu fundið innræti náungans með
því að þukla um hauskúpuna á honum, því að oft er mikið
undir því komið að vita, hvað leynist í þeim rekabút. En
kenningar hauskúpufræðinga hafa við nánari rannsókn
reynst á litlum rökum reistar enn sem komið er, og í raun
og veru virðist það svipað að dæma menn eftir höfuðlagi
einu saman, eins og að dæma hljóðfæri, t. d. stofuorgan, eftir
lögun kassans. Það er líklegt, að maður, sem athugaði
margs konar hljóðfæri að utan og prófaði þau jafnframt,
gæti fundið nokkrar reglur um það, hvaða lögun benti á
bezt hljóðfæri meðal þeirra tegunda, er hann hefði athugað.
En hljóðfærin eru misgóð eftir lögun sinni af þvi að þau
koma frá misgóðum hljóðfærasmiðjum. Svo eru menn
og misjafnir af því að þeir koma af ólikum ættum. Og
að góð verksmiðja hefir valið sínum hljóðfærum sérstakt
lag, sannar ekki, að ekki megi smíða alveg eins góð hljóð-
færi með alt öðru lagi. Svo er annað: Líkaminn er að
vísu eins konar hljóðfæri andans. Lífið er þá Iögin, sem
frá því hljóðfæri hljóma. En á sama hljóðfærið má leika
13*