Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 211
Skirnir]
Sálarlifið og svipbrigðin.
197
að óáþreifanlegur hlutur geti ekki haft neina lögun og leiki
því samlíkingin í lausu lofti. En hlutur getur haft ákveðna
lögun án þess að vera áþreifanlegur og efniskendur. Út
frá segul t. d. ganga kraftlínur um rúmið umhverfis, sem
höndin finnur ekki og augað sér ekki, en beri menn t. d.
pappírsblað með járnsvarfi yfir segulinn, raðast járnsvarfið
í ákveðnar línur og myndir, er sýna, hvar kraftlínur seguls-
ins liggja. Hugmynd leikarans, t. d. um Jeppa á Fjalli, hefir
ákveðið form fyrir hugskotsaugum hans, þó að hún sé
óáþreifanleg jafnt fyrir sjálfan hann sem aðra. En þessi hug-
mynd leggur andlitið á leikaranum í réttar fellingar þegar
hann leikur Jeppa fyrst. Vér getum því sagt, að leikarinn geri
i bili hugmyndina um Jeppa að sínum innra manni og að
þessi innri maður taki líkama leikarans í þjónustu sína og
setji á hann þær fettur og brettur, þann svip og það lát-
æði alt, sem Jeppa heyrir. Gerum nú ráð fyrir, að Jeppi
yrði leikaranum með þessum hætti svo innlifur, að leikarinn
gleymdi þvi, að hann væri að leika Jeppa. Hann týndi
sjálfum sér og yrði Jeppi áfram til hárrar elli. Enginn efi
er á því, að andlitið á honum yrði þá mótað af Jeppa, hans
innra manni. Svipurinn, svipbrigðin og hrukkurnar í and-
litinu yrðu á alt annan veg, heldur en ef Jeppi hefði aldrei
í hann komið, því að ekki er gerandi ráð fyrir því, að leik-
arinn og Jeppi hefðu frá upphafi verið alveg eins innrættir.
En þótt leikarinn með þessum hætti fengi annan svip og
önnur svipbrigði en honum voru eiginleg, þá inundi höfuð-
lag haus og andlitsfall varla breytast neitt fyrir íbúð Jeppa.
Andlitið er þannig sá klæðishluti sálarinnar, er hún
mótar greinilegast. »Andlitsvöðvar manna«, segir Keith,
»eru merkilegir að því, hve sérþroskaðir þeir eru og tiltölu-
lega smávaxnir. Hinir stóru apar, sem skyldastir eru mönn-
um, hafa í raun og veru sömu vöðvana, en nokkuð öðru
vísu skipað niður og ekki eins vel greinda hvern frá öðrum.
-----Það er merkilegt, að andlitsvöðvar apanna þróast
jöfnum skrefum og heilinn; eftir því sem heilafellingunum
fjölgar og þær vaxa, verða andlitsvöðvarnir minni og betur
aðgreindir. Líffærafræðin styður þvi daglega reynslu vora,