Skírnir - 01.01.1926, Side 212
198
Sálarlífið og svipbrigðin.
| Skírnir
að mikils má verða vísari um andlega eiginleika manna og
hæíileika af andlitsvöðvunum. Það er augljóst, að þeir
hafa þróast í þjónustu heilans.« (Arthur Keith: The human
body, bls. 189.)
Franskur maður, Dr. I. Waynbaum, hefir ritað bók,
sem heitir »La physionomie humaine, son mécanisme et son
róle sociale.« París 1907. (Mannsandlitið, starfshættir þess
og hlutverk í samlífi manna). Reynir höf. þar mjög skarp-
lega að sýna fram á, að svipbrigðin séu til þess að tempra
blóðrásina til heilans. Það blóð, er til höfuðsins streymir,
fer um hálsslagæðarnar, sína hvorum megin á hálsinum.
En hvor hálsslagæð skiftist í tvær álmur og gengur önnur til
andlitsins og greinist þar, hin til heilans og greinist þar.
Þar sem þessar tvær álmur eru á sameiginlegum stofni, þá
er auðsætt, að þegar andlitsvöðvarnir, sem lykja um æð-
arnar, og háræðavöðvar andlitsins dragast saman, þá getur
minna blóð streymt til andlitsins og verður meira að leita
til heilans. Þegar hins vegar andlitsæðarnar víkka, dregur
það frá blóðstraumnum til heilans. Auk þess er samband
milli heilaæðarinnar og andlitsæðarinnar ofar en við upp-
tökin. Hyggur Waynbaum, að þessi tilhögun sé til þess
að tempra blóðstrauminn til heilans. Þegar heilinn þarf á
meira blóði að halda til starfa sinna, t. d. þegar vér erum
að reyna að leysa úr erfiðu viðfangsefni, þá dragast and-
litsvöðvarnir saman, vér hnyklum brýnnar o. s. frv. Hins
vegar roðnurn vér þegar vér verðum feimnir eða skömm-
ustulegir. Það er til þess að hlífa heilanum við hinu mikla
blóðstreymi, er þá leitar til höfuðsins, eins konar öryggis-
ráðstöfun. Ég skal ekki fara frekar út i þessa tilgátu. Hún
virðist að minsta kosti í samræmi við hið nána samband
milli andlitsvöðvanna og heilans og gefur á sinn hátt skýr-
ingu á því, hvernig sálarlíf manns mótar andlit hans.
Hverju skapi, hverju hugarástandi fylgir sinn svipur.
Andlitsvöðvarnir eru í annari stælingu þegar maður hugsar
fast, en þegar hann er »svo þankalaus sem þorskurinn lepur
strauma«, þeir dragast öðru vísi saman þegar vér erum
glaðir, en þegar vér erum hryggir, öðru vísi þegar véy