Skírnir - 01.01.1926, Page 213
Skírnir]
Sálarlífið og svipbrigðin.
199
erum blíðir, en þegar vér erum reiðir, o. s. frv. Þvi oftar
sem sama skap ræður, því dýpra markast sá svipur, er
því fylgir. Vöðvarnir, sem oftast dragast saman, verða
þroskaðri, ráðríkari og leggja andlitið í sínar ákveðnu fell-
ingar. »Eltiskinnsandlit« kemur á þá, sem hafa sinn svipinn
hverja stundina. — Vér sjáum þá, að orð Bjarna eru sönn.
Að engum svipbrigðum beinist athyglin svo mjög sem
að augnráðinu. Það segir oss mest um hug annara,
enda hafa augun löngum verið kölluð spegill sálarinnar.
Augun gefa oss mesta og víðtækasta vitneskju um
heiminn. »Augað er lampi líkamans«, en það sýnir jafn-
framt öðrum bezt horf vort til umheims. Vér skulum líta
nokkuð á það, með hverjum hætti það verður.
Þess er þá fyrst að gæta, að augað sjálft segir oss
miklu minna en flestir ætla um það, hvað í huganum býr,
ef ekkert sést af umgerð augans. Getur hver sem vill
gengið úr skugga um það með því að bregða sér á grímu-
dans eða með því að skoða augu vinar síns í gegnum göt á
pappírsblaði, sem ekki sýnir annað en augun sjálf. Af augunum
milli hvarmanna sést yzt augnahvítan, en þar fyrir inn-
an hin gagnsæja hornhimna eða sjáldur, er myndar kring-
lóttan glugga á auganu. Bak við sjáldrið sést lithimnan
eins og baugur utan um kringlótt, svart op, ljósopið
(pupilla). Lithimnan ræður augnalitnum, hún getur verið
grá, grágræn, blá, móleit eða brún. Augnaliturinn er
eitt af því, sem tekið hefir verið mark á, án þess að rann-
saka, hve oft tiltekinn augnalitur og tiltekið skaplyndi
fylgist að. En flestir munu þeirrar skoðunnar, að valt sé
á litinn að treysta. Ljómi augnanna stendur aftur á móti
á margan hátt í sambandi við sálar- og líkamsástand manns.
Sjáldrið, skært sem gler, myndar með hinum dökka grunni
ljósopsins og lithimnunnar eins konar kúluspegil. Því dekkri
sem grunnurinn er, því ineira ljómar augað, eins og krist-
all eða demant ljómar mest á svörtum grunni. Ljósopið í
miðju auganu er venjulega kolsvart og ljómar því mest
og því meir sem það er stærra. Ljósopið ininkar þegar
birtan vex og víkkar þegar hún minkar. Það víkkar og