Skírnir - 01.01.1926, Síða 214
200 Sálarlifið og svipbrigðin. |Skirnir
þegar horft er í fjarska og sjónarstefnur augnanna verða
samhliða. Það verða þær líka þegar menn rifja upp fornar
endurminningar, og því kemur þá stundum glampi í augað-
Ljósopið víkkar líka í ýmsum geðshræringum, fögnuði, ást’
reiði, skelfingu, og við sársauka, kitl, köfnun, blóðmissi.
Tilhaldsrófur hafa stundum leikið það bragð, sem ekki þykir
þó holt fyrir augun, að setja í þau meðal eitt, er Belladonna
heitir. Það víkkar ljósopið og eykur þar með ljóma augn-
anna. Ljómi augans verður einnig því meiri sem sjáldrið
er stærra. Það er tiltölulega stórt á börnum, en með ell-
inni verður rönd þess ógagnsæ og augun því daufari.
Nærsýnir menn hafa oft stórt sjáldur og þar með ljómandi
augu. Eins og gúmblaðra ljómar því meir sem hún er
meira blásin upp, eins ljómar augað því meir sem innan-
þrýstingur þess er meiri. Að augun ljóma af gleði, ást o.
s. frv., kemur að líkindum meðfram af því, að blóðþrýst-
ingurinn vex við þessar geðshræringar. Loks ljóma augun
meira þegar þau eru hæfilega vot. Augu barna ljóma löng-
um svo skært af þvi að sjáldrið er tiltölulega stórt og skært,
augnahvítan hreinhvít og geðshræringarnar innilegar. Aug-
naumgerðin getur valdið nokkru um ljóma augnanna; dökk
augnahár óg jafnvel dökkar augabrýn auka hann við and-
stæðuverkan. Það vita sumar stúlkur og haga sér eftir því.
Þar sem augun geta ljómað af svo margvíslegum or-
sökum sem nú var sýnt, er ljóminn út af fyrir sig ekkert
ótvírætt merki um eðli manns, en yfirleitt hafa Ijómandi,
leiftrandi augu að fornu og nýju verið talin vottur um
andríki og andlega og líkamlega orku og heilbrigði. í Goð-
rúnarkviðu er talað um »fránar sjónir«, þ. e. hvöss, ljómandi
augu Sigurðar Fáfnisbana. Sighvatr kallar Knút ríka »frán-
eygan«. Valkyrjan er »fránleit«. Sighvatr talar um »hvassar
sjónir« og »ormfrán augu« í Ólafi helga. »Ormfránn enni-
máni« hefir Egill um augu Eiríks blóðaxar, og sýnir þetta,
að fornmenn töldu ljóina augnanna með öðrum einkennum
afarmenna. Augun leiftra líka meira i snareygum mönnum
eins og gimsteinn á hraðri hönd,