Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 215
Skirnir]
Sálarlífið og svipbrigðin.
201
Um hreyfingar augnanna, augnatillitið, er fyrst
að gera sér ljóst, að það er starf eins og hvað annnað að
renna augunum til eða festa þau á einhverju. Eins og
menn geta hreyft hönd eða fót eða líkamann í heild sinni
hægt eða snöggt, linlega eða skarplega, stirðlega eða mjúk-
lega, rólega eða órólega o. s. frv., eins er um hreyfingar
augnanna. Og svo sem vér af hreyfingarhætti manna og
viðbragði ráðum ástand þeirra eða skaplyndi, svo ráðum
vér það löngum af hreyfingum augnanna, augnatillitinu.
Það felst t. d. ekki lítil lýsing í því, er Snorri ségir
um Útgarðaloka, þegar þeir Þór og félagar hans gengu fyr-
ir hann og kvöddu hann, »en hann leit seint til þeirra og
glotti við tönn«. Þetta seinlega augnatillit sýnir vel, hve
lítils hann metur þá. Honum er ekkert áhugamál að virða
þá fyrir sér. Sama getur komið fram í því að líta á menn
án þess að snúa andlitinu að þeim. Þegar maður lítur til
hliðar, þá er eðlilegt að snúa höfðinu miðja vega, en renna
augunum hitt. Sá, sem heldur höfðinu kyrru, en rennir að-
eins augunum til hliðar, lætur þar með í ljós, að hann telur
ekki manninn, sem hann lítur á, þess virði að hafa svo
mikið fyrir, að snúa höfðinu að honum. Og þegar slíkt
augnráð er fastur vani, bendir það á dramb. Þykjast menn
finna það alloft hjá.gömlum skriffinnum í valdasessi. Snúi
menn aftur á móti höfðinu alla leið, þá sýnir það, að þeir
ætla að festa augun rækilega á þeim, sem þeir líta á, og
augnráðið getur þá verið nístandi, ögrandi, ávítandi eftir
því, hvernig svipurinn er að öðru leyti. Þetta dæmi sýnir
jafnframt, að augnatillitið skilst oft ekki til fulls nema í
sambandi við önnur svipbrigði og hreyfingar líkamans.
Það er sagt um Pál biskup Jónsson, Loftssonar, að
hann var »fagureygur og fasteygur«. Fast er augnráðið
þegar vöðvarnir kringum augun eru stæltir og augun hvíla
tiltölulega lengi hreyfingarlaus á hlutunum. Það sýnir lif-
andi athygli, svo sem þegar menn athuga, leita, njósna
eða hafa stöðuga gát á einum og sama hlut. Fast augn-
ráð getur verið afleiðing af daglegu starfi manns, er það