Skírnir - 01.01.1926, Side 217
Skirnir]
Sálarlifið og svipbrigðin.
203
sleppa ekki tækifærinu, en þar með fylgir, að ekki má
sökkva sér niður í hvað eina. »Eldskír, hvatur augnasteinn«
bendir á athafnaþörf og framtakslöngun. — Hvikeygir
kallast þeir menn, sem skotra augunum sífelt í allar áttir,
festa þau sem snöggvast á hlutunum og greina þá skjót-
lega. Slíkt augnráð kemur helzt þegar menn eru í klípu
og leita sér undanbragða, og getur það orðið að vana hjá
þeim, sem oft komast í öngþveiti og verða að bjarga sér
eftir þvi sem bezt gengur, alls konar glæframönnum. Vand-
ræðalegt, tortryggið, órólegt, skömmustulegt augnráð er
af þessu tæi.
Þetta voru fáeinar athugasemdir um hreyfingarhátt
augnanna og skulum vér nú líta ástærð og stefnu
augnanna og það, sem stendur í sambandi við hana.
Manni er það eðlilegast að horfa beint fram, og það gerir
að jafnaði sá, er horfir stórum augum. Sýndarstærð aug-
ans fer aðallega eftir því, hve opið augað er, því að lítill
munur er á stærð augnanna sjálfra í ýmsum mönnum. Vel
opin augu eru vottur þess, að hugurinn er opinn fyrir áhrif-
um umheims, reynir að veita þeim sem víðastan aðgang.
En jafnframt speglar hið stóra, opna auga bezt fyrir öðrum
það, sem í huganum býr. Það ber því vott um hvort-
tveggja í senn, móttækileik og áhuga, og sakleysi, sem
engu þarf að leyna og engan tortryggir. Fegurst lýsir
þetta sér i saklausu barnsauganu, þar sem elskuleg löngun
til að kynnast öllu því sem umhverfis er skín svo skært.
Sama augnráð má finna hjá sumum góðuin, bjartsýnum
mönnum. Stór, opin, ljómandi augu einnkenna og oft and-
ans menn og skörunga og eru vottur um víðsýna og lif-
andi athygli þeirra og íhygli. Annars verða að líkindum
augu flestra opnari í vina hóp þar sem hver skilur annan
og treystir öðrum. Það er eftirtektarvert, að sagt er að
menn »hafi ekki stórt auga á því«, sem þeir meta lítils.
En svo er um augnráðið sem annað, að skamt er öfganna
á milli. Ef augun eru svo galopin, að sér í hvítuna ofan
við sjáldrið og brýnnar lyftast, er það tákn heimskulegrar
borginmensku.