Skírnir - 01.01.1926, Qupperneq 218
204
Sálarlifið og svipbrigðin.
[Skírnir
Þegar menn eru þreyttir eða syfjaðir, vilja augnalokin
síga yfir augun og sýnast þau þá minni. Menn með slút-
andi augnalok virðast því þreyttir eða sljóir. Má hér minna
á það, sem Jón Trausti segir um augnalokin á Ólafi sauða-
manni: »Þau voru alt of stór og hengu eins og pokar, lin
og læpuleg, niður á augun og skýldu þeim meira en til
hálfs, svo ekki sá til augnanna sjálfra nema í ofurlítilli rifu.
Það var engu líkara, en að Ólafur væri sí-syfjaður og
upplitið var jafnan ódjarflegt og kindarlegt«. — Þegar slík-
um augnalokum fylgir, að menn bretta brýnnar, eins og
til þess að reyna að lyfta augnalokunum, þá verður svipur-
inn átakanlega andlaus og fábjánalegur.
Andlega trénaðir menn, sem búnir eru að fá leiða á
öllu og missa áhuga á því, sem gerist, fá stundum þennan
þreytusvip yfir augun, er sígnum augnalokum fylgir. Það
er eins og þeim þyki ekki ómaksins vert að opna augun
nema til hálfs.
Háleitt verður augnráð af ýmsum ástæðum. Augun
leita í hæðirnar þegar menn lyfta huganum frá hinu lága
og hversdagslega. Hinn trúarhrifni, frá sér numdi, þakk-
láti horfir hátt, svo sem í meðvitund um það, að öll góð
og fullkomin gjöf kemur að ofan. Slíkt augnráð heitir á
reykvíksku »himnablik«. En háleitt augnráð getur líka
komið af þótta. Hinn þóttafulli lítur hátt svo sem vilji
hann með því sýna, að hann sé hafinn yfir það, sem um-
hverfis hann er. Þegar hann lítur á aðra úr hæðum sínum,
kemur því skýrara í ljós, að hann lítur niður á þá.
Hinn auðmjúki, undirgefni er aftur á móti niðurleitur,
sömuleiðis sá sem feiminn er eða skömmustulegur, annar
vegna þess, að hann finnur til þess, hvað honum er áfátt,
hinn til þess að dyljast fyrir augnráði annara.
Mikil áhrif hefir það á augnráðið, hvernig menn hnykla
brýnnar, því að það breytir umgerð augnanna. Þegar t. d-
brýnnar dragast að nefinu svo að þverhrukka kemur á
nefrótina, verður augnráðið ólundarlegt eða gremju-
legt. Sé augunum þá skotrað til hliðar, verður tillitið
s 1 æ g 1 e g t.