Skírnir - 01.01.1926, Page 222
208
ftitfregnir.
[Skimir
Meðan sjálfan manninn faldi
mjallrokan, er skiðin þutu.
í slikum visum er ósvikinn mergur. En þó hygg jeg að G. Fr.
hafi sjaldan tekizt svo upp sem i kvæðinu um Kristján Jóhannesson:
Örlaganna útnyrðingi
enginn lengur móti brauzt.
Barna og vina mikinn missi
mátti hann þola bótalaust.
Svalbarð, jörð i Sorgarfylki,
sat hann fram á ævihaust.
Engan hef jeg öldung litið
íslenzkari i sniðunum:
áherzlur með orðakyngi,
ef liann beitti skattyrðum.
Málsnilldin var móðurtungu
mótað gull frá Sturlungum.
Þaðan sjer inn hljóði og hyggni,
hversu mjög er viður sær, —
lengra en þeir sem lokið hafa
lærdómsgreinam fjær og nær.
Útigenginn Islendingur
opt í djúpan jarðveg grær.
Veiga drottni vann hann eiða,
var hans þegn til efsta dags.
Hlána ljet í hugskotinu
hlátraguð til sólarlags, —
eldaði margan aptanroða
öldungi með snjóhvítt fax.
Það er undravert, að maðurinn sem hefir orkt bæði þetta og
nrörg önnur ágætis kvæði, er í raun og veru »útigenginn íslending-
ingur«. Að visu var hann í Möðruvallaskóla, en bæði fyr og síðar
hefir hann gengið úti. Slíkur útigangspeningur sýnir bezt og sann-
ar, hvilikur kraptur er í kyninu og hve grösin eru kjarngóð í hög-
um islenskrar alþýðumenningar.---------
Ást G. Fr. á landinu er ást bóndans, jarðyrkjumannsins.-sem
frjóvgar jörðina með sveita sins andlitis og nýtur ávaxta hennar í
staðinn. Hann gaf hinni fyrri kvæðabók sinni nafnið, »Úr heima-
liögum«, enda er ástin til átthaganna og alls, sem þeir hafa að
geyma, sjálfsagt sterkasti strengurinn i sál hans. Hann á bágt með
að skilja þá menn, sem slíta af sjer átthagaböndin til þess 'að leita
gæfunnar annars staðar. í »Brjefi til vinar mins« reynir hann að
snúa manni aptur, sem er á förum til Ameriku. Hann prjedikar
ekki fyrir honurn föðurlandsást, minnist ekki einu orði á fornaldar-
frægðina, en hann spyr:
Ætlarðu að fara út í bláinn?
yfirgefa litla bæinn?
eigum þínum út á glæinn
öllum kasta og fram á sjáinn?
Ætlarðu að glata ánum þínum?
afbragðs-hesti, tryggum vini?
þínu góða kúakyni?
kasta i enskinn börnmn þinum?--------