Skírnir - 01.01.1926, Page 225
Skimir
Ritfregnir.
211
Guðmundur Hannesson: Körpermasze und Körperpropor-
tionen der Islander. Ein Beitrag zur Antropologie Islands. (Fylgir
Árbók Háskóla íslands háskólaárið 1924—1925. Reykjavík 1925.
[VII-f-254 bls. í 4 bl. broti með 39 myndum og uppdrætti íslands]).
Guðmundur prófessor Hannesson hefir lagt görva hönd á margt
þjóð sinni til gagns. Og með þessu riti hefir hann unnið það verk,
er lengi mun halda nafni hans á lofti meðal vísindamanna sem braut-
ryðjanda og föður íslenzkrar mannfræði. Hann hefir hér lagt einn
hyrningarsteininn að þeirri smið, er oss ætti að vera hugarhaldið um
að reist yrði sem fyrst á traustum grunni, en það er islenzk þjóðar-
rannsókn. Til hennar heyrir meðal annars þekking á líkamsein-
kennum þjóðarinnar, svo sem líkamshæð, bollengd og bolbreidd,
útlimalengd, höfuðlagi, andlitsfalli, litarhætti: hára-, augna- og hör-
undslit. Um slikt fæst engin áreiðanleg vitneskja fyr en mældir
hafa verið nægilega margir menn með þeim aðferðum, er vísindín
kunna beztar. í þetta hefur G. H. ráðist og unnið að því í fjögur
ár með óbilandi elju öllum þeim stundum, er hann mátti fyrir öðr-
um skyidustörfum sínum. Hann hefir mælt um 1000 íslendinga, og
er það ekki litið verk þegar tekin eru 40—50 mál af hverjum eins
og G. H. hefir gert við meiri hlutann. G. H. telur sjálfur 1000 manns
of lítinn hóp, sérstaklega til að fá samanburð á mönnum úr ýmsum
sýslum landsins, en ekki er líklegt, að heildarsvipurinn breytist að
ráði þótt mældir verði fleiri. Ég minnist þess, að ég hitti í Lund-
unum fyrir þremur árum frægasta mannfræðing Englendinga, Sir
Arthur Keith. Hann brá undir eins við og mældi á mér hausinn og
spurði, hvort Islendingar hefðu ekki verið mældir. Ég þóttist góður
að geta sagt honum, að próf. G. H. væri nú að mæla þá. »Það
vildi ég, að hann mældi þá eins rækilega og Halfdan Bryn mælir
nú Norðmenn,« sagði hann. Ég gat frætt hann um það, að nafni
minn gerði það. »En hvað ætlar hann að mæla marga?« Ég sagði
1000. »Sei, sei,« sagði hann, »300 væri nóg.« Það er líka einkenni-
legt, hve vel þær fáu mælingar, er áður hafa verið gerðar á hæð
íslendinga, koma heim við mælingar G. H. á margfalt fleiri mönnum.
Þótt það sé nú mikið verk, að mæla 1000 manns, þá er hitt
þó miklu meira, að vinna úr öllum þessum tölum á þann hátt, er
mannfræðin heimtar, semja af þeim yfirlitstöflur, gera um 60 linu-
rit til skýringar og draga af hverju einu þær ályktanir, sem
föng eru til. Alt þetta hefir G. H. unnið einn og grunar engan,
sem ekki hefir sjálfur fengist við svipuð efni, hve seinunnið slikt er.
Til þessa hefir G. H. engan fjárstyrk fengið nema nokkur hundruð
krónur úr Sáttmálasjóði til áhalda og bókakaupa. Sjálfur telur hann
verk sitt byrjun eina, eins konar bráðabirgðaryfirlit yfir líkamsmál
Islendinga og ytra gerfi þeirra. Verði að rannsaka alt þetta síðar
til fullnustu. En það er víst, að sú rannsókn verður stórum léttari,