Skírnir - 01.01.1926, Page 227
Skírnir]
Ritfregnir.
213
Það er nú gaman, að um leið og rannsóknir höf. sýna greini-
Iega, hve nauðalikir íslendingar eru Norðmönnum að flestum likams-
einkennum, þá er sá litli munur, sem er, Islendingum heldur i vil.
Það mun þykja gott, að vér virðumst hæstir allra Norðurlanda-
þjóða, vegast betur en Norðmenn og Danir, vera ögn herðabreiðari
og miðmjórri en Norðmenn, höfuðhæð og höfuðstærð heldur meiri,
höfuðlagið líkt og á Svíum og hreinir langhöfðar fleiri af hundraði
á íslandi en annarstaðar á Norðurlöndum. En mest er um það
vert, að íslenzki kynstofninn virðist engri líkamsatgjörvi hafa glatað
í 1000 ár, þrátt fyrir allar þær hörmungar, er yfir hann hafa gengið.
Ef til vill væri réttara að segja: vegna allra þeirra hörmunga, er
hann hefir þolað, því að þær hafa vinsað úr alt það, sem ekki var
ódrepandi. Þetta er einhver hin dýrmætasta þekking, er vér gátum
öðlast, og hún leggur oss öllum þá skyldu á herðar, að spilla ekki
héðan af þeim arfi, sem svo dýru verði er keyptur.
Guðm. Finnbogason.
Th. Thoroddsen: Die Geschichte der islándischen Vulkane.
(Kgl. dansk Vidensk. Selsk. Skrifter. Naturvidensk. Afd. 8. IX.)
Kbh. 1925.
Bók þessi var fullrituð af höfundinnm 1912. Var svo tilætlast,
að hún yrði gefin út á Þýzkalandi, en það fórst fyrir vegna ófrið-
arins. Nú hefir Vísindafélagið danska gefið bókina út og er frá-
gangur útgáfunnar hinn prýðilegasti.
Þetta er ekkert smákver. Er bókin raunar 57 arkir (458 síður)
í fjögra blaða broti, með 47 myndum og 5 kortum af ýmsum eld-
gosasvæðum hér á landi.
Bókin skiftist í 3 kafla. Fyrsti kaflinn (bls. 5—263) fjallar um
eldgos, sem orðið hafa á íslandi síðan á landnámstíð. Er þar lýst
allítarlega eldstöðvum og eldfjölium hér á landi, er gosið hafa á
þessu tímabili, eftir þvi sem sögur greina. Þá er og greinilega lýst
ýmsum gosunum, hraunum, öskufalli, jökulhlaupum o. fl. og þess
getið, hvaða afleiðingar þessir atburðir hafa haft fyrir land og lýð.
í fyrsta þætti þessa kafla er getið helztu heimildarrita, eldri og
yngri, um ísl. eldfjöll og eldgos. Síðan er hinum einstöku eldstöðv-
um lýst í sérstökum þáttum. Eru fyrirsagnir þáttanna og röð sem
hér segir: Gos í Lakagígum (= Skaftáreldar) 1783, Eldgjá, Vatna-
jökull, Öræfajökull, Katla, Eyjafjallajökull, Hekla, eldgos á Reykja-
nesi, neðansjávargos við Eldeyjar, Askja, eldgos við Mývatn, Sveina-
gjá og loks nokkrar vafasamar gosstöðvar.
Höfundurinn telur 138 eldgos, er sögur fari af eftir landnáms-
tíð, sem komið hafi frá ca. 30 eldstöðvum. En óvíst mun þó vera
um sum þessi gos og eldstöðvar. Það mun t. d. mjög vafasamt
að Skúmhöttur við Loðmundarfjörð, Helgafell í Vestmanneyjum,