Skírnir - 01.01.1926, Page 228
214
Ritfregnir.
[Skírn
Herðubreið og Hofstaðafjall í Skagafirði hafi gosið eftir landnáms-
tíð. En höf. telur fullvíst, að gosið hafi á 23 stöðum hér á þessum
tima. Ekki er hér talið Diskæðarsker milli Flateyjar og Hergilseyjar
á Breiðafirði, er kunnugir fullyrða að gosið hafi hrauni svo sögurr
fari af. Eigi er heldur getið eldgosa er orðið hafa eftir 1912 (t. d.
Heklugosið 1913, Kötlugosið 1918 o. fl.) Hefði þó verið auðgert að
auka þeim við, úr því útgáfa ritsins tafðist svo lengi. En það er
ekki höfundarins sök, þar sem honum auðnaðist ekki að búa bók-
ina undir prentun. Ekki er hér heldur getið rita um þau efni, er
bókin fjallar um, sem út komu eftir 1912.
Annar kafli bókarinnar (bls. 264—379) segir frá íslenzkum hver-
um, laugum, brennisteinshverum og ölkeldum. Er þar lýst 65 lauga-
stöðvum og mörgum einstökum laugum, telur höf. alls 6—700 heitar
uppsprettur. Er mjög víða getið um hita uppsprettulindanna og breyt-
ingar sem orðið hafa á honum samkvæmt mælingum, er gerðar hafa
verið á ýmsum tímum, skýrt frá efnasamsetningu vatnsins o. m. fl.
í síðasta kaflanum (bls. 380—458) eru taldir landskjáfftar, sem
orðið hafa hér á landi síðan á landnámstið og frásögur finnast um
í sögum, annálum og öðrum heimildarritum. Er þar mörgum lands-
skjálftum ítarlega lýst og sagt frá landsspjöllum og tjóni, er af
þeim hefir stafað.
Bók þessi er hið merkasta heildarrit um jarðelda og jarðhita
á íslandi, sem enn hefir birzt. Að vísu hefir allmikíð af efni hennar
komið áður fram til og frá í eldri ritum höfundarins. Þó hefir hann
hér aukið miklu við sem eigi hefir verið birt áður. Var það mikils
vert að fá alt þetta efni sameinað i eitt og gefið út á máli, er vís-
indamenn lesa hvervetna um heirn. Kærustu viðfangsefni höf. voru
eldfjöllin og jarðeldarnir á íslandi. Hefir höf. á rannsóknarferðum
sínum gert mjög margar uppgötvanir í þessari grein og stórum
aukið þekkingu manna á íslenzkum jarðeldamyndunum. Hafa sumar
þessar uppgötvanir verið nýjungar í jarðeldasögu heimsins. Sem
dæmi má nefna eldgjár og eldsprungur, er hann lýsti fyrstur manna
og varla eiga sinn lika i öðrum eldgosalöndum nú á tímum.
Það er mikið þrekvirki, er Þorv. Thoroddsen inti af hendi í ís-
lenzkri jarðfræði. Starf hans sem jarðfræðings var víðtækt og fleir-
þætt. Hann vann að því að skapa samanhangandi yfirlit yfir ís-
lenzka jarðfræði í heild. Til þess að ná þvi marki varð hann að
draga saman i eina heild það, sem eldri og yngri höfðu leitt í ljós
á undan honum í þessum greinum. Kom honum [)ar að gagni, hve
glöggur fræðimaður hann var. Hefir liann dregið fram i dagsbirt-
una mikinn földa heimildarrita um þessi efni, sem rit hans veita
seinni mönnum lykiiinn að. í öðru lagi jók hann sjálfur stórmiklu
efni við á hinum mörgu rannsóknarferðum sínum og fylti upp i
eyðurnar.