Skírnir - 01.01.1926, Side 231
Skirnir
Ritfregnir.
217
um sögunum, t. d. í sögunni um Glæsu (bls. 133), þar sem segir frá
Vesturheimsferð Bjarna-Dísu. Nýtt mun það líka vera, að svo virð-
ist sem eitthvað gott sé til í sumum draugum, sem annars eru verstu
forynjur. Eyjasels-Móri, sem eyðilagði líf heils ættbálks, átti þa&
líka til, að gera því fólki greiða. Hann varði það fyrir ásóknum
annara drauga og hjálpaði því jafnvel við búverk, varði tún, gaf á
garða og rak eftir mjaltakonum, þegar þær voru orðnar of seinar á
kvíarnar, sbr. söguna: Móri rekur Þorgeirsbola (bls, 222). Sand-
víkur-Glæsir, sem annars er einhver skemtilegasti draugur, sem sögur
fara af, var bæði illgjarn og óknyttasamur. En dæmi eru þess, að>
hann gerði Sandvikingum greiða, bað um kaffi á bæjum handa
þeim, er þeir voru á ferðalagi, og hjálpaði jafnvel einum þeirra 1
kvonbænum, sbr. söguna: Góðvikni Glæsis (bís. 117). Þá er það
lika nýstárlegt, að sumir þessir draugar virðast telja sig eiga einka-
rétt á að kvelja þá, er þeir fylgja, og hefna fyrir misgerðir annara
við þá. Svo var t. d. um Bjarna-Dísu, sbr. söguna: Marteinshnúkur
(bls. 128). Margt mætti fleira telja, en hér skal efni sagnanna eigi
frekar rakið. Þær eru fjölbreyttar. Ber þar alls konar drauga fyrir
sjónir, alt frá ómerkilegum og máttlausum slæðingi til annara
eins drauga-jötna og Skála-Brands, sem einna illúðlegastur er allra
drauga, sem sögur fara af hér á landi.
Merkast mun safn þetta þykja að því, er til þjóðtrúarinnar tekur
og þeirra fræða. En mikilsvirði er það í fleiri greinum. Þannig er
þar að finna firna fróðleik um mannfræði, einkum austfirzka. Og
dregnar eru þar upp fjöldamarg^r myndir af daglegu lifi almúgans,
er merkilegar munu þykja um menningarsöguna þegar frá líður.
Allur þorrinn af sögunum er úr Múlasýslunum. Þar hefir Sig-
fús jafnan dvalist. Það, að svo miklu hefir orðið safnað i tveimur
sýslum að eins, sýnir hver ókjör eru til af þjóðsögum hér á landi.
En því miður verður þess líklega langt að bíða, að öðrum héruðum
verði gerð sömu skil í þessu efni, sem Sigfús hefir gert ættstöðv-
um sínum.
Vert er að geta þess að aðrir menn, er þjóðsögum hafa safnað
hér á landi, hafa oft fengið sögurnar skráðar frá öðrum. Sigfús
virðist ekki hafa gert það. Hann hefir orðið að skrásetja nær því
allar sögurnar sjálfur. Er það auðskilið, hvílikur verksauki það hefir
verið fyrir hann og verður að gæta þessa, er dæma á um verk hans.
Þá verður og líka að gæta starfskjara þeirra, sem hann hefir átt við
að búa. Hann hefir aldrei notið annarar skólamentunar en þeirrar, að
hann gekk á Möðruvallaskólann, er hann var kominn á fertugsaldur.
Hann hefir alt af orðið að vinna fyrir sér. Fram að hálfsextugu
var hann jafnan í vinnumensku. Hafði hann þá eigi annað
tóm til þjóðsagnaritunarinnar en hvíldarstundir sínar, og varði oft
nóttinni til þess. Þegar þessa er gætt verður það enn aðdáanlegra.