Skírnir - 01.01.1926, Side 233
Skírnir]
Ritfregnir.
219
löngu liðnum tímum. Margar af þessum skeljategundum eru nú ekki
hér við land. Sá, sem fyrstur tók eftir þessum merkilegu skeljum
og benti öðrum á þær, var Eggert Ólafsson. Siðan hafa margir jarð-
fræðingar gert sér ferð þangað norður til að athuga skeljalögin, og
margt hefir verið um þau ritað. En það mátti heita, að þetta væri
aðeins ígrip; þessir fræðimenn höfðu sjaldan tækifæri til að hafa
þar langa viðdvöl, svo að rannsóknin gat ekki verið svo ítarleg sem
skyldi, en rannsóknarefnið mikið og eigi nema á fárrafæriað leysa
það vel af hendi.
En nú hefir Guðmnndur G. Bárðarson tekið sér fyrir hendur að
rannsaka þessi skeljalög rækilega. Hann hefir, svo sem kunnugt er,
kynt sér manna bezt íslenzk skeldýr og stendur því vel að vígi við
þessar rannsóknir, enda orðinn kunnur að vísindalegri vandvirkni
og gjörhygli. Fyrsta ritið hans um þessar rannsóknir hefir nú birtst
og er titill þess nefndur í upphafi þessarar greinar. Á Tjörnesi eru
mörg skeljalög og frá nokkuð mismunandi tímum. Rannsókn á
skeljalögunum verður ruglingsleg og niðurstaðan óábyggileg, nema
glöggur greinarmunur sé gerður á jarðlögunum og afstaða þeirra
hvers til annars sé fundin. í nefndu riti lýsir Guðmundur jarðlögunum
ítarlega, bæði afstöðu, ásigkomulagi og skeljum og lætur ritinu fylgja
stóran og glöggan uppdrátt af jarðlögunum. Óefað verða allar
rannsóknir á þessum jarðlögum hér eftir að byggjast á riti þessu,
því að hér er lagður sá grundvöllur, sem er í senn aðgengilegur og
ábyggilegur, að því er mér virðist.
Guðmundur bendir á, að á pliocene-tímanum, er flest af þessum
jarðlögum mynduðust, hafi hitinn hér verið töluvert meiri en nú;
um eitt skeið hafi hér verið álíka hlýtt og er á Englandi nú. Kola-
lögin, sem unnin voru á styrjaldarárunum, álítur hann ekki mynduð
úr rekavíð, svo sem sumir hafa haldið fram, heldur séu þau mynduð
úr jurtagróðri, sem sprottið hafi þar á staðnum. Fleira verður hér
ekki talið. Guðmundur hefir ekki ennþá lokið við þessar Tjömes-
rannsóknir sinar, en þegar árangur þeirra hefir verið birtur, verður
ef til vill tækifæri til að skýra nánar frá þvi helzta, sem þær hafa
leitt í ljós. Þorkell Þorkelsson.
J. Fr. Schroeter: Haandbog i Kronologi. I—II. Oslo 1926.
Þetta er stærsta og ítarlegasta bókin um tímatal eða rímfræði,
sem komið hefir út á Norðurlöndum, að stærð 210+479 bls. í átta-
blaðabroti, og skýrir hún frá tímatalsaðferðum allra þjóða, er hafa
liaft tímatal að einhverju leyti markvert. Mun mörgum leika hugur
á að kynnast því, hvernig ýnrsar þjóðir á mismunandi menningar-
stigi hafa reynt að koma skiptilagi á tímatal sitt. Hér er þó þessarar
bókar sérstaklega getið vegna þess, að langur kafli í henni er um tíma-
tal íslendinga. Hvergi annarsstaðar, svo jeg viti, er að finna jafn