Skírnir - 01.01.1926, Page 235
Skírnir]
Ritfregnir.
221
steins Surts, eins og Ari prestur lýsir henni, vera svo einföld, að
enga sérstaka kunnáttu í rimfræði hafi þurft til að nota hana.
Smávegis fleira, sérstaklega snertandi islenzka bókfræði, er
nokkuð á annan veg en jeg hefði bezt kosið, en það er alt smá-
vægilegt og kastar ekki skugga á bókina. Ég er sannfærður um, að
hún verður fengur fyrir alla þá, sem eitthvað fást við tímatalsfræði,
og sögufræðingar munu hafa hennar mikil not. Það eykur og mikið
gildi bókarinnar, að aftan við hana eru margar töflur, sem eru til
mikils hægðarauka við timatalsreikninga.
Aftast i bókinni er skrá yfir messudaga og aðra merkisdaga á
Norðurlöndum á miðöldunum (Nordiske Kalenderdagnavn i Middel-
alderen) eftir Oluf Kolsrud. Skrá þessi er handhæg til að breyta
messudaga-dagsetningu í mánaðardaga-dagsetningar. Við skrá þessa
hefi ég lítið fundið athugavert. Affaradagur jóla er talinn 13. janúar,
en ætti að vera 7. janúar. Ambrosíusmessa, sem hér var lögtekin
1179, mun hafa verið 7. desember, en ekki 4. apríl. Heitdagur (Ey-
firðinga) var þriðjudaginn, fyrsta dag einmánaðar, en ekki þriðja
dag einmánaðar. Þorkell Þorkelsson.
Alexander Jóhannesson: Hugur og tunga. Reykjavik.
Bókaverzlun Þorsteins Gíslasonar. 1926.
Dr. Alex. Jóhannesson lætur skamt höggva í millum, Enn
hefir hann ritað allstóra bók (150 bls.) um málfræðileg efni, og er
hún að mörgu leyti fróðleg og merkileg. Eru það aðallega tvö at-
riði, sem höf. rannsakar og tekur til meðferðar í þessari bók, hljóð-
gervingar (»eftirhermur náttúruhljúða, orð þau er lýsa sjálf athöfn-
um og viðburðum«) og ummyndun orða eða alþýðuskýringar (Danir
kalla það Folkeetymologi). En þar að auki er, sem nokkurs konar
inngangur, kafli, er nefnist hljóðlögmál og orðaforði, og fjallar hann
mest um erlend tökuorð í islenzku máli.
Mikill fróðleikur er saman kominn í bókinni, og ýmsar nýjar
skýringar koma þar fram frá hendi höfundarins. Sýnir verkið lær-
dóm hans og elju og er þar að auki skemtilegt til lestrar.
Hjá því getur ekki farið, að ýmislegt sé athugavert í slíkri bók,
og ekki er heldur að furða, þótt skiftar geti verið skoðanir um ýms
atriði. Vil ég nefna hér nokkur, þar sem ég er ósammála höfund-
inum eða mér finst hann ekki komast réttilega að orði, eða eitthvað
er athugunarvert við.
Á bls. 8 og 9 er greint frá indógermanska málaflokkinum eða
tungnaættinni og hinni germönsku grein af þeim stofni og skýrt frá
því, að »nál. 30°/0 orðaforðans í germönskum málum eigi ekki sam-
stæður í indógermönskum málum«, og þess vegna hallist menn að
þeirri skoðun, að »er Indógermanar komu til Evrópu og dreifðust
um löndin, hafi þeir hitt fyrir sér þjóðflokk af öðru kyní, og nefna