Skírnir - 01.01.1926, Side 237
Skírnir
Ritfregnir.
223
samhljóða.) Orðið »öfúsa« hygg ég vera vitleysu, tilorðna sökum þess
vana að lesa au (i fornum ritumj sem ö„ Stúlka (bls. 25) hygg ég
sé ekki komið af staulka eftir fyrnefndu hljóðlögmáli, heldur að stúl-
sé hljóðskifti við staul- (í staulast,, stauli).
Á bls. 15 skilur höf. orðatiltækið á uetrin sem samræmismynd
við á sumrin, og getur verið, að málvitund siðari alda manna hafl
tekið það svo, en þar hygg ég, að upprunalega sé um að ræða
rétt þolfall eintölu með ákv. greini (í fornmáli á vetrinn). —
Á bls. 56 vantar að geta um, að á íslandi er sagt bás-bás við
kýr, sem koma þarf á bás (likt og á Skáni bás-bás, sem höf. getur
um.) Við hænsni hefi ég heyrt kallað pút-pút og hænurnar pútur,
en ekki púdd-púdd og þvi síður púdda, eins og höf. segir (bls. 58).
Á bls. 88 ræðir höf. um orðið brytjak eða bnjtkjak og hyggur,
að hið fyrra sé réttara og sé ummyndun úr *brytjöx (sbr. no. máll.
brytjöks), en honum láist að athuga, að i islenzku er og til orðið
axar-kjak (um lítt nýta eða litla öxi), svo að sennilega er bryt-kjak
hið rétta, en brytjak og brytjöks aflaganir og ummyndanir.
Á bls. 96 minnist liöf. á, að Sveinn Pálsson nefni krabbamein
»átumein, átu-, jötu- eða jetukaun« og séu »þessi siðari orð um-
myndanir á orðinu átumein«, en á bls. 97 segirhann: »Krabbamein
hefir og verið nefnt jötunuxi á íslenzku, og þaðan er nafnið jötu-
kaun komið hjá Sveini Pálssyni.« Mun það. réttast, að jetu- og jötu-
kaun sé samruni á átumein eða átukaun annarsvegar og jötunuxi
hinsvegar.
Bls. 98. Orðið holimúskur tíðkast enn (t. d. á Snæfellsnesi),
en það er ekki nógu ljóst í framsetningu höf.
Bls. 100—101. Mér þykir enn sennilegra að uo-gris sé til orðið
úr uog-ris, en uog-rás, sem höf. vill halda fram.
Bls. 117 segir höf. réttilega, að Kornsá sé til orðið úr Kárnsá..
Sést þar eitt dæmi þess, að á hefir á miðöldum (15. öld) stundum
styzt i o á undan tveimur eða fleiri samhljóðum. Fleiri dæmi finn-
ast í elztu rímum, t. d. átta—otta (rímar við hrotta) og ást—ost
(rímar við kost).
Nafnið márluerla mun vera komið úr máriu-ertla, og þannig
verður skiljanleg framburðarmyndin máriu’-etla (r féll burt), en
mári-jatla eða -játla er aflögun (sjá bls. 117 og 118)..
Bls. 120. Skýring höf. á Baldursbrá þykir mjer harla ósennileg..
Bls. 132. Bergmál getur auðvitað verið ummydun úr duerg-
mál, eins og höf. segir, en gæti og verið sjálfstætt og frumlegt orð.
Bls. 136. Úlfúð varð i miðaldamáli sumstaðar á landinu að
úlbúð (eins og hálfur að hálbur, arfur að arbur, og enn í dag
sumsstaðar garður að gardur o.. s. frv.), en síðan blönduðust þessar-
myndir saman og úr varð úlfbúð. Þessa hefði höf. átt að geta. —
Bókin er, eins og áður er sagt„ hin fróðlegasta og skemtileg-