Skírnir - 01.01.1926, Síða 238
224
Ritfregnir.
[Skírnir
asta til lestrar, og vil ég óhikað mæla með henni við alla þá, er
leggja stund á norræn málvisindi eða þeim unna. — Næst mun
höf. ætlast fyrir að taka til meðferðar íslenzka orðmyndunarfræði, og
er gott til þess að hyggja. Jakob Jóh. Smári.
Erik Noreen: Den norsk-islandska poesien. Stockholm.
P. A. Norstedt & Söners Förlag. 1926.
Bók þessi er all-stór (rúmar 300 bls.) og fjallar um vest-norræn-
an forn-kveðskap hér um bil fram undir siðabót. Er það áreiðan-
lega réttast að setja takmörkin milli fornra og nýrra bókmenta
islenzkra um siðaskiftin, því að þá koma nýjar bókmentir til sögunnar,
lútherskt guðsorð o. s. frv. Mætti finna það að þessari bók, að hún
fer ekki nógu langt fram í timann, þvi að ekki eru þar tekin til at-
hugunnar skáld eins og t. d. Sigurður blindur, Hallur prestur Ög-
mundarson eða Jón biskup Arason. Og um siðaskiftin verður ekki
aðeins breyting á bókmentum, heldur og á tungunni, þvi að um
það leyti verður hin mikla hljóðdvalarbreyting (kvantitets-breyting) á
íslenzku máli, sem skilur fornt og nýtt mál, fornan og nýjan kveðskap.
Það er ekki unnt að athuga í stuttum ritdómi allar þær vanda-
spurningar, sem bók þessi tekur til meðferðar. En hún ber yfirleitt
vitni um nákvæma athugun málsins og skarpa dómgreind, þótt á
hinn bóginn sé ekki hægt að neita því, að röksemdarleiðsla höf.
virðist einatt ófullnæg, og getur það auðvitað að nokkru leyti stafað
af því, að bókin er rituð fyrir almenning. Þar að auki virðist manni
stundum, að höf. skorti næman skilning á ýmsum atriðum norræns
kveðskapar, t. d. kenningum. Að vísu verður því ekki neitað, að
mikið af kenningum er torf og lærdóms-moð, en hitt er þó augljóst,
að margar þeirra eru samanþjappaðar likingar, enda bendir höf. og
á kenningar í nútímamálum, sem svo er um háttað, t. d. það, að
kalla úlfaldana »skip eyðimerkurinnar«. Einnig má benda á, að
kenningar finnast viða án ítarlegrar likingar, t. d. halos hippoi
(sævarhestar=skip) i Ódysseifskviðu. Og það er áreiðanlegt, að
einmitt i kenningum, [æim sem koma í líkingar stað, felst mikið af
því skáldlega gildi, sem fornkvæðin liafa. Sem dæmi má taka vísu
Egils um Eirík konung, »Vas-a tunglsskin« eða »svarraði sár-gýmir
á sverða nesi« i Hákonarmálum, sem er alls ekki rétt skýrt með
þvi að segja: »blóðið þaut á skildinum«, heldur verður þar að
bæta við, til þess að ná merkingu skáldsins: »eins og sjór þýtur
við nes«.
í sambandi við þetta má minnast, að höf. hnýtir stundum i ís-
lendinga að fornu og nýju fyrir hina formlegu »skoðun þeirra á skáld-
skap (»formalistiska syn pá poesien«), og þvi verður ekki heldur móti
mælt, að íslendingar hafa jafnan látið sér mjög um formið hugað,
stundum á kostnað efnis og skáldlegrar stemningar, svo að jafnvel