Skírnir - 01.01.1926, Síða 240
226
Ritfregnir.
[SRírnir
það rétt hjá höf., að erfitt sé að gera út um, hvað af rimum tilheyrir
miðöldinni, ef hún er talin fram um 1500 eða jafnvel til siðaskifta.
í eldri rímum (fyrir ca. 1500) er fylgt hljóðdvalarlögmálum fornmálsins,
en ekki i þeim, sem yngri eru. Auðvitað geta tvennar rimur verið
jafnaldra, þótt þær greinist i þessu atriði, þvi að ekki hefir hljóð-
dvalarbreytingin orðið á sama tíma um land alt og þær geta verið
úr ólikum landshlutum, en engar rímur, sem varðveita forna hljóð-
dvöl geta verið yngri en h. u. b. frá 1550.
Margt fleira væri gaman að athuga, en hér skal nú staðar
numið. Bók þessi er skemtilega rituð, og vil ég mæla með henni
við alla þá, er norrænum fræðum unna, því að hún er og fróðleg og
vekur til umhugsunar um ýms vafa-atriði i þeim visindum, jafnveL
þótt endanleg lausn á þeim atriðum sé enn ófundin.
Jakob Jóh. Smári.
G. Gathorne Hardy: Norway. London, 1925.
Bók þessi birtist síðastliðið haust i ritsafninu »The Moderra
World, a survey of historical forcess sem stjórnað er af H. A. L.
Fisher, fyrv. mentamálaráðherra Breta. Höfundur er bókavörður
parlamentsins, og munu ýmsir íslendingar kannast við'i rit hans um
Vinlandsferðir (The Norse discovery of America, 1921). í þessu riti
er komið víða við, lýst landi og þjóð, sögð saga Noregs og nor-
rænna bókmenta að fornu og nýju, sagt frá uppeldi, trúmálum, iðn-
aði, siglingum, bændum og sveitamenningu, og jafnvel rakin aðalatrið-
in i málstreitunni og öðrum deilumálum siðustu áratuga. Gegnir furðu,
hve miklu efni höfundur hefir komið fyrir á einum 320 bls., án þess að
frásagan verði nokkurn tíma strembin. Öll bókin ber vott um lifandL
þekkingu á efninu og víðsýni og hleypidómaleysi Bretans. Er full
ástæða til þess að benda Islendingum á hana, því að þeir fá ekki
aðra jafngóða lýsingu þessara náfrænda sinna í jafnstuttu máli. Og
mikið skortir á, að jafngóð bók hafi enn verið rituð um ísland og
íslendinga.
En um leið og ég veiti bókinni í heild sinni þetta maklega
lof, verð ég að geta þess, að að ég er í einu atriði höfundi rækilega
ósammála. Hann kveður svo að orði í inngangi: »The great li-
terature of the Eddic poems and the prose sagas is not the common
heritage of Scandinavia; it was the achievement of Norwegians,
whether at home or in colonies which they had founded does not
greatly affect the question.« í þessari málsgrein er furðulegur tvi-
skinnungur. Höf. hefir borið saman Svia og Norðmenn, Dani og
Norðmenn. Hann hrærir þeim þjóðum ekki saman í graut, eins og
löndum hans er títt. Þetta er meginkostur á bök hans. En hann
skortir efni í samanburð Norðmanna og íslendinga, hefir aldrei til
íslands komið, varla hitt íslending. Þegar hann kemur að þeim,