Skírnir - 01.01.1926, Side 241
Skírnir]
Ritfregnir.
227
samanburði, drýgir hann einmitt þá synd, sem hann vítir óbeint í
fyrra hluta hinnar tilfærðu málsgreinar. Og þegar hann síðar í
bókinni kemur að því að skýra fornbókmentirnar og upptök þeirra,
brestur hann það mest á réttan skilning að kunna að gera sér fulla
grein fyrir hinum sérstöku skilyrðum, sem voru með íslendingum og
á íslandi, til þess að skapa þessar bókmentir, einkum sögurnar, og
varðveita þær.
Þess er ekki kostur að deila á þessa skoðun með rökum í stutt-
um ritdómi, enda gerist þess lítil þörf fyrir lesendur Skirnis, sem
flestir eru islenzkir menn. En vel megum vér veita slíkum ummæl-
um athygli, þegar þau koma fram í merkisritum, og vera við því
búnir að leggja þar eitthvað til mála frá voru sjónarmiði. Metnaður
skiftir þar minstu, þó að sárt sé þess að minnast, hver áhrif hann
virðist hafa haft á skoðanir ýmissa Norðmanna fyrr og siðar. Hitt er
meira um vert, að ekki verði til lengdar flærð sannindi sögunnar. Það
hlýtur að hefna sin á margan hátt. Þetta skilja og nú þeir menn í
Noregi, sem bezt kynni hafa af íslandi og íslendingum á vorum
dögum. Augu þeirra hafa opnast, er þeir kynntust sögu, bókmentum
og tungu síðari alda. Og svo mun hverjum manni fara, sem skygn-
ist eitthvað inn i siðari aldir vorar og athugar eignarhald þjóðar-
innar á fornbókmentunum, eins og það er enn i dag. Mr. Gathorne
Hardy er maður, sem vér myndum bjóða velkominn, ef hann vildi
hynnast þessu af eigin sjón og reynd. Og þekking hans á Norð-
mönnum myndi verða að dýpri og auðugri, ef hann kæmi auga á
sérstöðu og einkenni tslendinga. Væri honum og vel sæmandi að
kanna sömu stigu og Bryce lávarður, W. P. Ker og fleiri brezkir
afbragðsmenn, sem einna glöggvastan skilning hafa haft á þjóð
vorri allra erlendra gesta. Sigurður Nordal.
Jón Helgason: Jón Ólafsson frá Grunnavík. Rvík 1925.
Engan mun undra, þótt í meir en tug þúsunda íslenzkra hand-
rita, er á söfnunum liggja, sé fólginn allmikill fróðleikur um sögu
og menningu ungrar og fámennrar þjóðar. Minstur hluti þessa fróð-
leiks hefir enn komið fyrir augu almennings. Mest áherzla hefir
verið lögð á, að gefa út rit frá gullöld bókmentanna, enda er það
dýrmætasti fengurinn, og hefir þjóðin tekið honum tveim höndum.
En megnið af handritaforðanum er frá yngstu öldunum. Hefir mönn-
um ekki þótt jafn fýsilegt, að brjóta þann haug, einkum þar sem
menn bjuggust ekki við að finna nema dauðra manna bein — merki
rotnunarinnar, — en hvorki gull né dýra gripi. Illa mundi það
þakkað, að draga þau fram í dagsbirtuna. Hafa því flestir litið
seinni aldirnar blindum augum. Svo er þó fyrir að þakka, að vér
höfuin átt og eigum marga menn, sem er það vel ljóst, að slíkt
væri dómadags hneysa, ef vér vissum ekki nákvæm deili á sögu og