Skírnir - 01.01.1926, Qupperneq 243
Skírnir]
Ritfregnir.
229
Sjálfur á efri árum. Verður þvi að nota þau með fylstu gætni. Það
var því mikið nauðsynjaverk, að i eitt skifti fyrir öll væri þau ná-
kvæmlega rannsökuð og metin. Sparar það mikla fyrirhöfn, svo
að ekki sé meira sagt, öllum, er sækja þurfa fróðleik i rit Jóns frá
Grunnavík. Þetta þrekvirki hefir Jón Helgason leyst af hendi og
tekist vel (sbr. ummæli prófessoranna i ísl. fiæðum við háskólann
hér við dispútatiu Jóns). Þeir, sem þekkja vandann, er því fylgir
að átta sig á þessum handritum, munu bezt kunna að meta þetta
rit og þakka það.
Bókin er 341 bls. Æfisaga Jóns er rakin all-nákvæmlega og
rit hans talin í sömu röð og hann samdi þau. Falla þau því i
kafla eftir aldri. Æfisagan fylgir þeim og slitnar við það í sundur
á nokkrum stöðum. Fremur finst mér hún missa i við það, en
aftur á móti mun það gróði fyrir skilninginn á ritstörfum Jóns.
Enda dylst engum og er það líka tekið fram af höf., að aðaltil-
gangur bókarinnar er að gera grein fyrir ritum Jóns, en æfisagan
er nauðsynleg til skýringar á þeim. Jafnframt lýsingu á ritunum
er gerð grein fyrir skoðunum þeirra tíma á því efni, er þau fjalla
um, og síðan lagt mat á þau. Fær höf. þar svigrúm til þess að
sýna þekkingu sina, en er alstaðar gagnorður og skýr. Málið er
hreint, þróttmikið, en yfirlætislaust. Er það ómetanlegur kostur, og
sjálfsögð krafa, að þeir, er við íslenzk fræði fást, kunni góð tök á
máli og stíl.
Með því að ráðast i að semja þetta rít hefir dr. Jón sýnt, að
hann lætur sér ekki alt fyrir brjósti brenna. Ritið sjálft sýnir, hvers
af honum má vænta. Hann er enn ungur og hefir góða aðstöðu
til þess að geta orðið mikilvirkur, enda má hann vita það, að til
hans verða gerðar háar kröfur. Kr. A.
Bjarni Sæmundsson: Fiskarnir. (Pisces Islundiœ). XVI+588
bls. með 266 myndum og korti. Reykjavík 1926. (Bókav. Sigfúsar
Eymundssonar).
Útkoma þessarar bókar er merkisviðburður i islenzkum bók-
mentum; en svo er það ætíð, er vísindaleg rit náttúrufræðilegs efnis
koma hér út. Er þetta eigi gott frásagnar, enda þótt það sje að
sumu leyti eðlilegt. Það er eðlilegt, ef litið er til þess hversu
óarðvænlegt það er að gefa út bækur á islenzku, vegna þess hve
vér erum fámenn þjóð, og aðrar þjóðir gela eigi notað bækur
vorar; en þó er það nærri óeðlilegt, hversu bókmentir vorar, sem þó
eru all-fjölskrúðugar, eru fátækar á þessum sviðum. Þetta stafar ef
til vill af því, að nienn eru hér lítt hneigðir til þessara fræða, en
þó er það ekki líklegast; heldur mun hitt vera, að þeir sem til þess
hafa orðið að leggja stund á þessar vísindaiðkanir, hafa átt við of
erfið starfsskilyrði að búa. Hafa sumir af þeim sökum hröklast burt